fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Advise og Expectus í samstarf

Eyjan
Þriðjudaginn 27. september 2022 10:45

Frá undirritun samstarfssamningsins. Frá vinstri eru Andri Birgisson, tæknistjóri hjá Advise, Mikael Arnarson, framkvæmdastjóri hjá Advise, Sindri Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjá Expectus og Kristinn Már Magnússon, CTO og ráðgjafi hjá Expectus. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Expectus og Advise hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að Expectus getur nú boðið viðskiptavinum sínum upp á Advise-lausnina.

Advise Business Monitor er hugbúnaðarlausn á sviði rekstrargreininga í rauntíma sem þróuð er á Íslandi. Lausnin er sérsniðin fyrir stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja með höfuðáherslu á einfalt notendaviðmót og forsniðnar greiningar. Advise hefur vaxið hratt frá því lausnin var sett á markað hér á landi fyrir um ári síðan og nota nú fleiri en 80 íslensk fyrirtæki lausnina til að öðlast betri yfirsýn og innsýn í reksturinn.

Expectus er ráðgjafarfyrirtæki sem styður við íslensk fyrirtæki og stofnanir sem vilja ná auknum árangri í rekstri með gagnadrifnum ákvörðunum. Það aðstoðar fyrirtæki við að móta skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, aðlaga að aðstæðum og gera enn betri. Fyrirtækið er leiðandi hér á landi í ráðgjöf varðandi gagnagreiningar og uppsetningu stjórnendamælaborða og er með yfir 200 viðskiptavini á því sviði hér á landi.

„Við höfum verið að leita að einfaldri og skilvirkri lausn sem styður við ákvarðanir hjá minni fyrirtækjum. Hugbúnaðarlausnin frá Advise er frábær viðbót við okkar vöruframboð og gerir okkur betri í að þjóna þessum hópi viðskiptavina og styðja í átt að auknum árangri,“ segir Sindri Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Expectus.

,,Við erum mjög ánægð með að ganga til samstarfs við Expectus en innan fyrirtækisins er mikil þekking og reynsla í ráðgjöf til fyrirtækja við uppsetningu greininga og stjórnendamælaborða. Fyrirtækin deila sömu sýn um mikilvægi upplýstrar og gagnadrifinnar ákvörðunartöku stjórnenda og er umhugað um að viðskiptavinir nái árangri í sínum rekstri,“ segir Mikael Arnarson, framkvæmdastjóri Advise.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn