fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Eyjan

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur vilja bjarga Skólamunastofu Austurbæjarskóla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. september 2022 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólamunastofa Austurbæjarskóla geymir stórmerka gripi úr sögu skólastarfsins. Er hún vistuð í herbergi í risi Austurbæjarskóla. Til hefur staðið að leggja þetta safn niður en hollvinafélag skólans hefur barist mjög fyrir því að það verði starfrækt áfram.

Sjá einnig: Berjast fyrir Skólamunastofu Austurbæjarskóla

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins hafa lagt fram tillögur í borgarráði um að Skólamunatofa verði rekin áfram. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir:

„Um árabil hefur merkum munum úr skólastarfi í Reykjavík verið safnað saman til varðveislu í svonefndri skólamunastofu, sem staðsett er í risi Austurbæjarskóla. Hollvinafélag skólans hefur annast varðveislu gripanna og sýningarhald á þeim í sjálfboðavinnu. Lagt er til að horfið verði frá þeim áformum að leggja skólamunastofuna niður. Þess í stað verði framtíð hennar tryggð, helst í núverandi húsnæði í risi Austurbæjarskóla en annars í öðru hentugu húsnæði á vegum skóla- og frístundasviðs eða Borgarsögusafns Reykjavíkur.“

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í borgarráði telur að húsnæði Austurbæjarskóla sé illa nýtt og því eigi að vera nægilegt pláss fyrir áframhaldandin rekstri Skólamunastofu. Einnig sé óheppilegt að nota risið í skólahúsinu undir kennslu:

„Til stendur að leggja niður skólamunastofu Austurbæjarskóla, sem varðveitir sögu skólans með hinum ýmsu munum. Hollvinafélag Austurbæjarskóla hefur barist fyrir að halda stofunni lifandi. Lagt er til að hætt verði við þessi áform og ákvörðunin endurskoðuð. Hér er um að ræða vanhugsað skref sem einkennist af geðþóttaákvörðun eftir því sem séð verður. Þess utan er þetta í hrópandi mótsögn við auglýsingu um stöðu skólastjóra Austurbæjarskóla. Þar stóð einmitt að leitað væri að einstaklingi sem gæti leitt starfið inn í framtíðina með virðingu fyrir ríkri menningarlegri arfleifð. Hverju má það sæta að skólastjórinn skuli ekki sporna við fæti hér?“

„Til stendur þvert gegn vilja fjölda manns að loka skólamunastofu Austurbæjarskóla. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvert munirnir eigi að fara. Munu þeir fá stað þar sem hægt verður að sýna þá? Munirnir sem þarna eru varðveittir, eru menningarverðmæti. Það yrði afar sorglegt ef þeir lendtu ofan í kössum og geymslu einhvers staðar úti í bæ á vegum borgarinnar. Þar verða þeir engum til ánægju og gleymast bara. Fulltrúi Flokks fólksins vill benda borgaryfirvöldum á að skólamunastofan raungerir margt sem nefnt er í menningarstefnu borgarinnar. Það verður ekki liðið að sópa þessum merkilegu munum ofan í kassa þar sem þeir gleymast.“

„Fulltrúi Flokks fólksins hefur rætt við aðila sem þekkja vel til Austurbæjarskóla. Húsnæðið er illa nýtt. Ein kennslustofa er notuð eina stund á viku. Námsráðgjafinn hefur heila stofu fyrir sig. Nýting á bíósalnum er lítil. Ekki verður séð að Spennistöðin sé nýtt að einhverju ráði. Risið sem nú á að fá annað hlutverk en að varðveita skólamuni spilar nú stórt hlutverk skyndilega. En risið er versti kosturinn í húsinu að mati þeirra sem þekkja til, ef leita þarf að stað fyrir eitthvað nýtt í skólastarfinu. Íbúasamtök miðborgarinnar og fleiri aðilar hafa ályktað gegn því að risið verði tekið undir kennslu. Þetta eru m.a. rök fyrir því að fulltrúi Flokks fólksins telur að það sé mikilvægt að þarfagreina húsnæði Austurbæjarskóla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“

Segir ásökun Tómasar byggða á misskilningi – „Misskilningi sem þarf að leiðrétta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023

Sakar Þjóðskrá um að hafa gripið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa við gerð fasteignamats 2023
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál

Björn Jón skrifar: Fjárlög vinstristjórnar og broguð stjórnmál
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump sagður hafa hótað að yfirgefa ekki Hvíta húsið eftir tapið í kosningunum

Trump sagður hafa hótað að yfirgefa ekki Hvíta húsið eftir tapið í kosningunum