fbpx
Föstudagur 22.september 2023
Eyjan

„Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun“

Eyjan
Laugardaginn 6. ágúst 2022 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segir að þó margt hafi unnist í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks á Íslandi séu þó enn margir sem veigri sér við að gangast opinberlega við kynhneigð sinni. Bakslag hafi orðið undanfarið í réttindabaráttunni hér á Íslandi sem og erlendis og mikilvægt að snúa þeirri þróum við. Hún fjallar um þetta í pistli sem hún birti hjá Vísi í dag í tilefni af Hinsegin dögum.

Ég var ein

Jódís segir erfitt að skilgreina hvernig henni leiði sem hinsegin unglingi og ungri konu.

„Ég var ein. Ég þekkti enga aðra hinsegin manneskju og hvar sem hommar og lesbíur bárust í tal var það yfirleitt niðrandi og  gróft kynferðislegt grín. Ég var bara venjuleg stelpa að alast upp í þorpi úti á landi. Ég var svo uppfull af áunninni skömm sem samfélagið nærði með dómhörku sinni, þögn og einsleitum staðalímyndum. Ég upplifði gríðarlega gjá milli mín og annarra því þó að fólk vildi mér vel var mín tilfinning alltaf að ég lifði í lygi. Ef ég segði þeim hver ég raunverulega væri og hvernig mér liði myndi fólk snúa við mér baki.“ 

Jódís segir að það hafi tekið langan tíma að komast út úr þessum aðstæðum og finna röddina til að segja það upphátt hver hún væri.

„Og þó ég vildi geta sagt að öll hafi tekið því vel væri það ekki satt. Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun. Mín leið var að flýja aðstæður, annað hvort inn í óminnisástand áfengisneyslu eða með því að skipta um umhverfi, vinnu, vinahópa. En ég tók sjálfa mig alltaf með hvert sem ég fór og því gat ég ekki annnað en horfst í augu við þá staðreynd að þar sem ég gæti ekki breytt mér yrði ég bara að breyta heiminum.“ 

Mikilvægt að róa í rétta átt

Jódís segist hafa frá þeim tíma reynt að standa ávallt með sjálfri sér, hinsegin baráttunni sem og mannréttindum almennt.

„Ég var stundum hugsi yfir baráttunni, hvað áttu hommar og lesbíur yfir höfuð sameiginlegt, verandi gjörólíkir hópar með ólíka sýn og menningu? Af hverju ætti gagnkynhneigt fólk að vera skráð í baráttusamtök hinsegin fólks?“

Í gegnum árin hafi hún þó kynnst fólki úr öllum kimum hinsegin samfélagsins og lært að það er meira sem tengir hinsegin fólk saman en aðgreinir. Allir eigi að njóta mannréttinda og virðingar í samfélaginu, sama hver það er og hvaðan það komi. Samfélagið þurfi einnig eins og það leggur sig að taka ábyrgð á því að þessi mannréttindi séu til staðar því þannig vinnist sigrar fyrir jaðarsetta hópa.

„Samfélagið er fullt af jaðarsettu fólki sem náð hefur mislangt í baráttu sinni en þar sem best hefur gengið hefur þjóðin sameinast um að standa með mannréttindum. Það þurfum við núna! Bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks innan lands sem utan er gríðarleg ógn og við verðum að snúa þeirri þróun við og vinna marvist að því að róa í rétta átt.“ 

Jódís segir að þó að Ísland þyki framarlega hvað varði mannréttindi og umburðarlyndi séu hér á landi enn mjög margir sem veigri sér við að gangast við kynhneigð sinni opinberlega.

„Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi svið við lifum í.“ 

Það sé vissulega gleðiefni að Ísland hafi færst upp um fimm sæti milli ára á regnbogakorti ILGAEurope og að áfram sé haldið með aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 sem forsætisráðherra hafi fengið samþykkt á seinasta þingi, en sú áætlun taki á mikilvægum réttarbótum fyrir hinsegin fólk. Aukið fjármagn til málaflokksins á undanförnum árum hafi einnig skipt miklu máli.

„Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum, tvö kjörtímabil í röð er skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. 

Við viljum gera betur og við höldum áfram að standa með hinsegin samfélaginu. 

Gleðilega Hinsegin daga.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dómsmálaráðherra vill reyna að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd – Boðar ný frumvörp

Dómsmálaráðherra vill reyna að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd – Boðar ný frumvörp
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meint ógnarstjórn Söru Lindar hjá Ríkiskaupum sögð lama starfsemina – þekkingu kastað út – nær allir sérfræðingar horfnir á þremur árum

Meint ógnarstjórn Söru Lindar hjá Ríkiskaupum sögð lama starfsemina – þekkingu kastað út – nær allir sérfræðingar horfnir á þremur árum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump telur Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram til forseta

Donald Trump telur Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram til forseta
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum samherjar hnakkrífast „fyrir allra augum“ – „Ég kenni í brjósti um þig Hannes“

Fyrrum samherjar hnakkrífast „fyrir allra augum“ – „Ég kenni í brjósti um þig Hannes“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stefnulausa og sundraða ríkisstjórn hunsa hag almennings – fjármálastjórnin valdi rússnesku vaxtastigi

Segir stefnulausa og sundraða ríkisstjórn hunsa hag almennings – fjármálastjórnin valdi rússnesku vaxtastigi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Pólitíkusinn Pawel freistar þess að verða viðkunnalegri með óvenjulegum hætti

Pólitíkusinn Pawel freistar þess að verða viðkunnalegri með óvenjulegum hætti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára