fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Eyjan

Fyrrverandi borgarstjóri varar sterklega við borgarlínu – „Gott dæmi um óráðsíu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans í fjár­mála­stjórn“

Eyjan
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 11:25

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, varar við þeim áformum sem eru í vinnslu um lagningu borgarlínu og segir þau vera óráðsíu. Telur hann mun vænlegra að stefna að svokallaðri léttri borgarlínu sem kosti aðeins lítinn hluta af dýrri borgarlínu. Vilhjálmur reifar þetta í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir:

„Enn er verið að ræða af fullri al­vöru nú­ver­andi borg­ar­línu­til­lög­ur sem munu aldrei ganga upp. Kostnaður við þá fram­kvæmd var áætlaður um 120 millj­arðar króna, sem er óheyri­legt og gott dæmi um óráðsíu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans í fjár­mála­stjórn und­an­far­in kjör­tíma­bil. Ýmsar borg­ir sem upp­haf­lega ætluðu að byggja borg­ar­línu í háum gæðaflokki, sem stofn­un­in Institu­te for Tran­sport and Develop­ment Policy viður­kenn­ir sem hraðvagna­kerfi BRT, hættu við það og byggðu þess í stað miklu ódýr­ari borg­ar­línu, stund­um nefnd BRT-Lite, eða létt borg­ar­lína. Sýnt hef­ur verið fram á, án þess að gerðar hafi verið at­huga­semd­ir, að kostnaður við létta borg­ar­línu sé rúm­ir 20 millj­arðar króna.“

Vilhjálmur sakar borgarstjórnarmeirihlutann um óráðsíu og segir að almenn mótmæli borgaranna þurfi til að stöðva borgarlínuáformin. Hins vegar þurfi að gera almenningssamgöngur aðgengilegri og betri:

„Hvað þarf að gera til að koma í veg fyr­ir rán­dýra borg­ar­línu? Það þarf al­menn mót­mæli kjós­enda, fyrst og fremst í Reykja­vík, en þeir munu aðallega þurfa að greiða fyr­ir þann óheyri­lega kostnað á næstu árum og ára­tug­um sem nú­ver­andi áform hafa í för með sér. Það verður að út­færa þetta viðfangs­efni á for­send­um íbúa og at­vinnu­rek­enda í borg­inni með það fyr­ir aug­um að einn far­ar­máti vegi ekki að öðrum. Mark­miðið á að vera að gera al­menn­ings­sam­göng­ur að raun­hæf­um kosti fyr­ir fleiri með hag­kvæmni og skil­virkni að leiðarljósi. Nú­ver­andi sam­göngu­kerfi strætó er enn í ógöng­um og þjón­ar ekki íbú­um borg­ar­inn­ar eins og ný­legt dæmi sann­ar þar sem vagn­arn­ir önnuðu ekki eft­ir­spurn íbúa vegna fjár­hags­stöðu Strætó. Nær væri að taka strætó­kerfið til al­gjörr­ar end­ur­skoðunar með hags­muni al­menn­ings í huga. Fyr­ir­huguð lagn­ing borg­ar­línu er van­hugsuð fram­kvæmd og full­kom­in óráðsíða. Auk þess ligg­ur ekki fyr­ir í dag með hvaða hætti þessi fram­kvæmd verði fjár­mögnuð.“

Í grein sinni fer Vilhjálmur jafnframt hörðum orðum um skuldastöðu borgarsjóðs, meinta óráðsíðu yfirvalda og fráleita lóðastefnu. Hann segir:

„Það er dap­urt að sitja uppi með meiri­hluta i borg­ar­stjórn sem hag­ar sér með fyrr­greind­um hætti. Fram­sókn lofaði að breyta þessu. Afar ólík­legt að það ger­ist.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra

Lýsir yfir sigri í ítölsku þingkosningunum – Giorgia Meloni væntanlega nýr forsætisráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Hlustum á Píratana

Björn Jón skrifar: Hlustum á Píratana
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur vilja bjarga Skólamunastofu Austurbæjarskóla

Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur vilja bjarga Skólamunastofu Austurbæjarskóla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón og Brynjólfur segja konurnar ljúga og að varaformaðurinn láti hafa sig að fífli

Jón og Brynjólfur segja konurnar ljúga og að varaformaðurinn láti hafa sig að fífli