fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 20:46

Helga Vala Helgadóttir Mynd/Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirra þingmanna sem taka þátt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld er Helga Vala Helgadóttir frá Samfylkingunni. Staða heilbrigðismála var Helgu Völu hugleikin í ræðu hennar og benti hún á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fjármálaráðherra samfleytt frá árinu 2013:

„Heilbrigðiskerfið er hjartað sem verður að fá næringu. Hæstvirtur fjármálaráðherra, sem gegnt hefur því embætti nánast án hlés frá árinu 2013 ber mikla ábyrgð á því hvernig fjármunum skattgreiðenda hefur verið ráðstafað á þeim tæpum tíu árum og hverjir það eru sem þyngstu byrðarnar bera.“

Helga Vala sagði að heilbrigðiskerfið hefði verið vanfjármagnað árum saman og besta starfsfólkið væri að yfirgefa það:

„Heilbrigðiskerfið okkar er vanfjármagnað og hefur verið um langt árabil. Nú erum við að missa okkar besta starfsfólk út úr kerfinu, starfsfólk sem við höfum tekið þátt í að mennta, á sama tíma og viðvarandi mönnunarvandi er í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstarfsfólk getur einfaldlega ekki búið lengur við það skilningsleysi sem stjórnvöld hafa sýnt. Það er í alvöru ekki hægt að halda því fram hér fullum fetum að nóg sé gert þegar vandinn blasir við á hverjum degi.

Það vantar hjúkrunarrými. Það vantar geðheilbrigðisúrræði. Það eru áralangir biðlistar eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu barna og fullorðinna og ráðherrar leyfa sér að halda því fram að fjármagn muni ekki leysa allan vanda.“

Helga Vala sagði að neyðarástand í heilbrigðismálum væri ekkert náttúrulögmál en forgangsröðunin væri lykilatriði. Ríkisstjórnin hygðist ekki sækja fjármagnið þangað sem nóg væri af því:

„Virðulegur forseti – það er ekki náttúrulögmál að það ríki neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Það er pólísk ákvörðun að setja árum saman umtalsvert lægra hlutfall landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið en frændríki okkar á Norðulöndum gera – en halda því fram að það bitni ekki á nauðsynlegri þjónustu við almenning – ber vott um lítinn skilning á verkefninu. Við megum heldur ekki gleyma því að sökum smæðar okkar þá ætti að kosta hlutfallslega meira að reka þjónustu hér en á Norðurlöndunum. 

Fjármálaáætlun næstu fimm ára sýnir að ríkisstjórnin hefur ekki í hyggju að sækja fjármagn þangað sem nóg er af því. Ofurarðgreiðslur stórfyrirtækja verða áfram ósnertar á meðan grunnþjónustan skerðist dag frá degi. Breiðu bökin gildna á sama tíma og mönnunarvandi, sem rekja má til vanfjármögnunar og skilningsleysis stjórnvalda á verkefninu, eykst. Framboð heilbrigðisþjónustu er ónógt, biðlistar of langir, verkefnin verða fyrir vikið þyngri og neyðin meiri. Þetta ástand snertir hvert einasta heimili í landinu og hverfur ekkert á meðan við bregðumst ekki við með verulega auknu fjárframlagi, ekki einu sinni heldur til næstu ára. Þegar ríkissjóður er svo í vanda eftir heimsfaraldur þurfum við að hafa ríkisstjórn sem þorir að sækja fé þangað sem það er að finna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð