fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Gunnar Smári vill sameiningar á höfuðborgarsvæðinu – „Það þarf að skrúfa niður skammarlega sjálftöku þeirra sem komist hafa til valda“

Eyjan
Mánudaginn 6. júní 2022 12:33

Gunnar Smári Egilsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, segir að tími sé komin til að breyta núverandi stjórnkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Í aðsendri grein á Vísi segir hann núverandi kerfi vera ólýðræðislegt og óhagkvæmt.

„Fyrir utan að vera með sex bæjarstjóra, sex bæjarstjórnir, sex skipulagsráð og sex velferðarráð þá er félagslegt húsnæði rekið í sex einingum, það eru sex fjármálaskrifstofur, sex deildir sem sjá um umsýslu fasteigna o.s.frv. Þessi kerfi vefjast utan um smákóngaveldi sem eru gróðrarstía spillingar. Sem birtist t.d. í því að þessir sex bæjarstjórar eru hver um sig betur launaðir en borgarstjórar stærstu borga heims,“ skrifar Gunnar Smári.

Hann telur að skoða ætti þá hugmynd að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt. Gallinn á því fyrirkomulagi er að lýðræðið myndi færast fjær almenningi og erfiðara væri fyrir fólk að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Að mati Gunnars Smára mætti leysa það með því að búa til smærri stjórnsýslueiningar innan kerfisins, einskonar hverfum, sem myndu mögulega skipast upp með eftirfarandi hætti:

„Á höfuðborgarsvæðinu mætti hafa sex slíkar einingar eða umdæmi. 1. Vesturbær, Miðbær og Seltjarnarnes gæti verið eitt slíkt umdæmi, t.d. vestan Lönguhlíðar. 2. Næsta umdæmi væri þá austurborg Reykjavíkur frá Lönguhlíð að Elliðaám. 3. Þriðja umdæmið væri svæðið austan Elliðaáa og norðan Suðurlandsvegar (Grafarvogur, Grafarholt, Úlfarsárdalur, Mosfellsbær og Kjalarnes). 4. Það fjórða Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt. 5. Það fimmta Kópavogur. 6. Og það sjötta Garðabær og Hafnarfjörður. Í svona kerfi væri stærsta umdæmið (Hafnarfjörður og Garðabær) 34% fjölmennara en það fámennasta (Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt). Það er vel innan marka sem tíðkast í borgum á Norðurlöndum,“ skrifar Gunnar Smári.

Að hans mati þurfa sveitarstjórnarmálin á höfuðborgarsvæðinu nauðsynlega endurnýjun. „Það þarf að skrúfa niður skammarlega sjálftöku þeirra sem komist hafa til valda innan þeirra. Formbreytingar laga ekki siðferði í sjálfu sér, en þær geta verið til hjálpar. Stundum er gott að byrja einfaldlega upp á nýtt,“ skrifar Gunnar Smári.

Lesa má grein hans í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun