fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Einar verður borgarstjóri á eftir Degi

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 6. júní 2022 15:13

Oddvitar flokkanna þegar þeir kynntu nýja meirihlutann. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, hóf fundinn með því að segja að umræðurnar hefðu gengið vel. „Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég er ákaflega ánægður með þennan sáttmála. Hann svarar að öllu leyti kröfu Framsóknar um breytingar á næsta kjörtímabili,“ sagði Einar.

Næst kom Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, „Við Píratar erum mjög stolt og ánægð að vera komin á þennan stað í dag,“ sagði Dóra og sagði að áherslur Pírata í loftlagsmálum, lýðræðismálum og öðrum baráttumálum Pírata endurspeglist vel í málefnasamningnum.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kom næst. „Við í Viðreisn erum ákaflega stolt að standa hér í dag, saman fyrir næstu fjögur ár,“ sagði Þórdís og sagði að kosningarnar hefðu sýnt að það væri ákall um breytingar og að nýji meirihlutinn hafi tekið það alvarlega.

„Það er mikill ferskleiki yfir þessum nýja meirihluta, það hefur verið ótrúlega góður andi í þessum viðræðum,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, næst. „Eins og hér hefur komið fram þá er þetta meirihlutasamstarf um að þróa borgina áfram og í græna átt. Við erum sameiginlega að svara kalli um að við erum að fara inn í mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ sagði Dagur svo.

Þá fór Dagur yfir hlutverkin í þessum nýja meirihluta. Þórdís Lóa verður forseti borgarstjórnar, Dagur heldur borgarstjórastólnum og Einar mun leiða borgarráð. Árið 2024 skiptast þeir Dagur og Einar þó, þá verður Einar borgarstjóri og Dagur tekur við keflinu í borgarráði.

Dagur segir að niðurstöður kosninganna hafi sýnt að Reykjavík er á réttri leið. Hann sagði góð kosningu Framsóknar hafa sýnt að fólk vill hraðari breytingar og að innkoma flokksins í meirihlutann muni sjá til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“