fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Indriði segir að veiðigjöldin ættu að vera 40-60 milljarðar – Segir 10-15 ráðandi fjölskyldur njóta búbótarinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júní 2022 07:59

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, telur eðlilegt að að ríkið fengi 40-60 milljarða á ári í veiðigjöld og miðar þá tölu við afkomu fyrirtækjanna. Sjávarútvegsfyrirtæki greiddu 4,8 milljarða í veiðigjöld 2020. Indriði segir að útgerðin geti sneitt hjá veiðigjöldum með ýmsum aðferðum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Indriða að hann telji að greina verði á milli eðlilegs rekstrarhagnaðar og hagnaðar af sameiginlegri auðlind. Það sé hagnaður sem tilheyri þjóðinni en ekki fyrirtækjunum.

Mér sýnist að þetta séu 40–60 milljarðar á ári sem ættu að renna til þjóðarinnar,“ sagði hann. Að hans mati eru margir gallar á kerfinu sem valda því að útgerðin hagnast mikið án þess að ríkið fái sinn hlut. Hann sagði að stór hluti af umframhagnaði útgerðarinnar sé fluttur til fiskvinnslunnar en það getur að hans mati þýtt að 30-40 milljarðar af hagnaði stórútgerðanna sé fluttur á stað sem núverandi veiðigjaldakerfi nái ekki yfir.

Hann sagði að hækkun á fiskverði erlendis skili sér beint í vasa útgerðarinnar því hlutaskiptaverð sjómanna miðist ekki við verð á erlendum mörkuðum og ekki fái starfsfólk í fiskvinnslu hærri laun þegar verð afurðanna hækkar. „Búbótin er ekki þjóðarbúsins heldur er hún fyrir þessar 10 til 15 fjölskyldur sem ráða,“ sagði hann.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu