fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Eyjan

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 25. júní 2022 10:58

Sigmundur Ernir. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Efna­hags­lífið er aldrei fyrir­séð á Ís­landi og fyrir vikið þrífst spá­kaup­mennska í landinu þar sem sveiflu­kóngarnir ríða röftum, alt­so þeir efna­menn sem eru úr­ræða­bestir við að koma fjár­munum sínum til vinnu á hverjum degi.“

Svona hefst pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, en pistillinn birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Sigmundur segir í pistlinum að á meðan umræddir efnahagsmenn koma fjármunum sínum til vinnu situr alþýðan eftir. „Eftir situr al­þýða manna sem verður að una við gjald­miðil sem gengur af göflunum, svo til reglu­lega, en fyrir vikið er aldrei á vísan að róa í vöxtum og verð­lagi í landinu,“ segir hann.

Þá segir Sigmundur að þversagnirnar í þessu öllu saman séu raunalegar. Nefnir hann máli sínu til stuðnings hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að koma þaki yfir höfuðið. „Það fer í strangt greiðslu­mat, svo strangt reyndar að unga fólkið má hafa sig allt við til að komast í gegnum nálar­auga lánveit­enda. Á endanum liggur það svo fyrir með býsna mikilli ná­kvæmni hvað fólkið ræður við að taka hátt lán. Og það skal ekki fá krónu meira en það megnar að greiða til baka,“ segir hann.

„En allt eins gerist það daginn eftir að for­kólfar Seðla­bankans af­ráða að hækka stýri­vexti af á­stæðum sem unga fólkið hefur engin tök á að verjast. Forsendubrestur þess sem lán­takanda verður al­ger – og út­reikningarnir á greiðslu­byrðinni mega þá allt eins heita ein­hver öfug­mæla­vísa – enda hækka húsnæðis­lán þessa fólks um tugi þúsunda í hverjum einasta mánuði.“

Rót vandans

Sigmundur segir að „hefðbundnir íslenskir íbúðarkaupendur“ glími nú við lífskjararýrnun sem rekja má til þessa. „Nú í vikunni hækkuðu mánaðar­greiðslur kaup­endanna um lið­lega þrjá­tíu þúsund að meðal­tali. Ætla má að dæmi­gerður fyrstu í­búðar kaupandi takist núna á við um átta­tíu þúsund króna þyngri greiðslubyrði en fyrir réttu ári, mánaðar­lega,“ segir hann.

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur þá en rótina segir hann vera „sveiflukóngana“ sem stjórna verðlagningu á fasteignamarkaði. Hann segir að rekja megi ástæðuna fyrir því að þeir stjórni verðlagningunni til þess að eignamyndun er hvergi meiri í nokkrum flokki fjárfestinga en á íbúðamarkaði.

„Þeir sjá sér því leik á borði að kaupa upp heilu og hálfu í­búða­blokkirnar til að hagnast á stjórn­lausri verð­bólgu á fast­eigna­markaði.“

Að lokum segir Sigmundur að miðað við allt það regluverk sem tilheyrir íslensku samfélagi þá ætti það að vera auðvelt að taka á þessu vandamáli. „Eða er það svo að sveiflu­kóngarnir eigi hér frítt spil á kostnað al­mennings?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Salan á Mílu í uppnámi – Ardian íhugar að hætta við kaupin

Salan á Mílu í uppnámi – Ardian íhugar að hætta við kaupin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Trump bregst við húsleitinni – Birtir dularfullt myndband – „. . . and the best is yet to come“

Trump bregst við húsleitinni – Birtir dularfullt myndband – „. . . and the best is yet to come“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fasteignaverð gæti tekið dýfu

Fasteignaverð gæti tekið dýfu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni

Dagur og Einar segja flugvöll í Hvassahrauni ekki úr myndinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svanborg tekur við sem framkvæmdastjóri Viðreisnar

Svanborg tekur við sem framkvæmdastjóri Viðreisnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn tapar fylgi

Framsókn tapar fylgi