fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Eyjan

Nýr meirihluti í Reykjanesbæ – Kjartan áfram bæjarstjóri og áhersla lögð á uppbyggingu

Eyjan
Fimmtudaginn 2. júní 2022 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr meirihluti tekur við í Reykjanesbæ á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní næst komandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fulltrúum meirihlutans, Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur oddvita Framsóknar, Friðjóns Einarssonar oddvita Samfylkingarinnar og Valgerðar Pálsdóttur oddvita Beinnar leiðar.

Helstu áhersluatriði nýs meirihluta eru „að viðhalda kröftugri uppbyggingu og horfa til framtíðar. Mikil fólksfjölgun og breytt samfélagsmynstur kallar á aukna þjónustu og hraða uppbyggingu innviða. Brýnt er að mæta þeirri þörf en í senn að tryggja áfram trausta fjármálastjórn.“

Málefnasamningur var undirritaður í morgun klukkan 11:30.

Kjartan Már Kjartansson verður áfram bæjarstjóri og Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingar verður formaður bæjarráðs fyrri hluta kjörtímabils og svo mun Halldóra Fríða taka við af honum. Halldóra verður fram að því forseti bæjarstjórnar.

„Meirihlutinn mun leiða mikilvæg verkefni á næstu árum í góðu samstarfi við fulltrúa allra flokka í bæjarstjórn og íbúa Reykjanesbæjar. Það eru bjartir tímar framundan og saman munum við gera gott samfélag enn betra.

Reykjanesbær er eitt stærsta fjölmenningarsamfélag landsins, tækifærin sem felast í því eru fjölmörg. Nýr meirihluti mun vinna markvisst að því að efla samstarf við atvinnulífið og félagasamtök í bænum með það fyrir augum að samfélagið allt styðji þá aðila, sem kjósa að setjast hér að, til virkni í samfélaginu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það

Jón Guðni Ómarsson: Kannski bara eitt app sem gerir allt – spurning hver verður með það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi