fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Ráðgátan um gæfu Framsóknarflokksins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 07:59

Sigurður Ingi jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er nokkur ráðgáta að Framsóknarflokkurinn skuli vera lukkulegastur allra stjórnmálaafla á Íslandi um þessar mundir. Stóra spurningin er auðvitað hvort hann hafi unnið til þeirra vinsælda sem hann nýtur í hverri könnuninni af annarri – og það sem meira er, í kosningum sömuleiðis.“

Svona hefst leiðari Fréttablaðsins í dag en hann ber fyrirsögnina „Pólitísk krísa“ og er skrifaður af Sigmundi Erni Rúnarssyni, ritstjóra. Sigmundur bendir á að Framsóknarflokkurinn hafi oft verið sagður vera hækja Sjálfstæðisflokksins og hafi þannig haldið íhaldinu við völd. Þetta hafi sérstaklega átt við í ríkisstjórnarsamstarfi en einnig í sterkjum sveitarfélögum. „Nú bregður hins vegar svo við að hann leitar til vinstri í höfuðborginni eftir frækinn kosningasigur og virðir hægrimenn ekki viðlits á þeim bænum. Þetta er höfuðeðli flokksins. Hann er opinn í báða enda – og hefur löngum verið örlagavaldurinn við myndum meirihluta í íslenskri pólitík,“ segir Sigmundur.

Hann víkur síðan að fyrri skrifum um Framsóknarflokkinn og vangaveltum um hvort ytri aðstæður séu hagstæðari fyrir hann en aðra flokka. „Ofan í heimsfaraldur brýst út Evrópustríð með þeim óskapans fylgikvillum sem óðaverðbólga og matvælakreppa eru, aðeins rífum áratug eftir efnahagshrun. Mildi miðjunnar er kannski svarið við þessu árans basli – og kannski eru tímar öfganna að baki, þar sem frjálshyggja þykir jafn ónýt og ríkisvæðing. Og gott ef það er ekki bara beinlínis heimilislegt að kjósa Framsókn fyrir vikið, á sama hátt og fólk byrjaði að gera við fötin sín og heimilistæki eftir hrun, frekar en að henda öllu saman á haugana,“ segir hann og bætir við að líklega sé myndin flóknari en þetta.

Hann segir að í því sambandi sé nærtækast að horfa til annarra hefðbundinna stjórnmálaflokka hér á landi og spyrja hvernig þeim líði: „Þar má heita að sama svarið gildi um þá alla. Krísa. Kreppa. Pólitísk hugmyndafátækt og fúllyndi. Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstri græn glíma við tilvistarkreppu. Það á við um alla þessa flokka og er á vissan hátt sögulegt í íslenskri pólitík, að svo stór hluti flokkakerfisins eigi bágt á sama tíma. Samfylkingin er ekki sá breiði flokkur sem hann var. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að þrengjast sakir afturhaldssemi. Viðreisn hefur ekki tekist að höfða til fjöldans. Og Vinstri græn eru orðin nýja hækja íhaldsins. Ekki nokkur þessara flokka talar af pólitískri sannfæringu út fyrir misjafnlega þröngar raðir sínar. Og á meðan þeir tapa allir hlýtur einhver annar að vinna. Og því þá ekki bara Framsókn,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“