fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Alþingi og stjörnurnar – Þetta er algengasta stjörnumerki íslenskra þingmanna

Eyjan
Þriðjudaginn 14. júní 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af betri hópum Fésbókarinnar er án efa hópurinn „Algjörlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar“ en þar er gjarnan deilt upplýsingum um íslensk stjórnmál sem hafa takmarkað gildi í þjóðfélagsumræðunni og oft lítil praktísk not.

Hins vegar er nafn hópsins ekki alltaf réttnefni því oft eru þessar upplýsingar bara frekar áhugaverðar. Eins og í dag, en þá tók einn meðlimur, Baldur Karl Magnússon, lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Pírata, sig til og tók saman í hvaða stjörnumerkjum allir þeir þingmenn sem tekið hafa sæti á Alþingi og þar með er komið á daginn að algengast er að íslenskir þingmenn séu tvíburar, en sjaldnast vatnsberar.

Af þeim 1218 einstaklingum sem tekið hafa sæti á Alþingi skiptast stjörnumerkin svona:

Fiskur – 91 
Hrútur – 107
Naut – 108
Tvíburi – 125
Krabbi – 116
Ljón – 97
Meyja – 89
Vog – 115
Sporðdreki – 102
Bogamaður – 99
Steingeit – 94
Vatnsberi – 75

Önnur óáhugaverð áhugaverð staðreynd sem kom fram í athugasemd er að af þeim þremur flokkum sem mynda núna meirihluta á þingi, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Græn og Framsókn. Eru tveir formenn Vatnsberar, en það eru þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, er svo naut.

Uppfært: 15. júní klukkan 13:56 

Blaðamaður hefur fengið skammir í hattinn fyrir að geta þess ekki að það var Baldur Karl Magnússon, starfsmaður þingflokks Pírata, sem tók saman þessa áhugaverðu tölfræðiupplýsingar. Blaðamaður tekur það til sín. Fyrirgefðu Baldur 🙁 Fréttin hefur verið uppfærð til að bæta úr þessu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk