fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Cheney segir Trump hafa verið með áætlun í sjö liðum um hvernig ætti að snúa kosningaúrslitunum við

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. júní 2022 08:00

Trump var með áætlun í sjö liðum um hvernig hann gæti snúið niðurstöðum kosninganna við. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var fyrsti opni fundur sérstakrar rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings, sem vinnur að rannsókn á fullyrðingum Donald Trump, fyrrum forseta, um að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum 2020 og atburðum tengdum þessum fullyrðingum hans. Þar á meðal er árásin á þinghúsið þann 6. janúar á síðasta ári.

Liz Cheney, þingmaður úr Repúblikanaflokknum og varaformaður rannsóknarnefndarinnar, sagði í gær að Trump hafi verið með „vel undirbúna áætlun í sjö liðum“ um hvernig ætti að snúa úrslitum forsetakosninganna við.

„Að morgni 6. janúar var ætlun Donald Trump, forseta, að sitja áfram í embætti forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir löglega niðurstöður kosninganna 2020 og gegn stjórnarskrárbundinni skyldu hans til að láta af völdum,“ sagði Cheney í opnunarræðu sinni í gær að sögn CNN.

Liz Cheney
Liz Cheney á fundinum í gær. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Hún fór ekki í smáatriðum ofan í þessa sjö liða áætlun Trump í opnunarræðunni en sagði að fólkið sem réðst á þinghúsið og barðist við lögregluna hafi verið rekið áfram af röngum ásökunum Trump um að kosningasigrinum hefði verið stolið frá honum. Hún sagði að Trump hafi kallað skrílinn saman og kveikt eldana sem leiddu til árásarinnar.

CNN fékk lýsingu á „sjö liða áætlun Trump“ hjá heimildarmanni innan rannsóknarnefndarinnar og segir að hún líti svona út:

1.Trump tók þátt í umfangsmiklum tilraunum til að dreifa röngum og sviksamlegum upplýsingum til bandarísks almenning um að kosningasigrinum hefði verið stolið frá honum.

2.Trump hafði í hyggju að skipta um dómsmálaráðherra til að tryggja að dómsmálaráðuneytið myndi styðja rangar fullyrðingar hans um kosningasvindl.

3.Trump þrýsti á Mike Pence, varaforseta, um að neita að telja atkvæði löglega kjörinna kjörmanna en það er brot á stjórnarskránni og lögum.

4. Trump þrýsti á embættismenn í ríkjum landsins og þingmenn á ríkisþingum um að breyta niðurstöðum kosninganna.

5. Lögmenn Trump og aðrir samstarfsmenn fyrirskipuðu Repúblikönum í mörgum ríkum að falsa skjöl um úrslit kosninganna og senda til þingsins og þjóðskjalasafnsins.

6. Trump kallaði ofbeldisfullan skríl saman í Washington og skipaði honum að ganga að þinghúsinu.

7. Þegar ofbeldisverk hófust við þinghúsið hunsaði Trump ítrekaðar óskir um aðstoð og greip ekki til aðgerða til að stöðva ofbeldið né bað stuðningsmenn sína um að yfirgefa þinghúsið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu

Helga Vala dregur Bjarna Ben til ábyrgðar vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki

Siggi Stormur til liðs við Samfylkinguna – Vill ekki vera í hægri flokki
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn

Ólafur segir spennandi að sjá Pírata og Framsóknarflokkinn vinna saman í borgarstjórn