fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Meirihlutaviðræður í borginni gætu tekið 10 daga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 09:00

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar funduðu í sjö klukkustundir í gær um myndun meirihluta í borgarstjórn. Velferðarmál voru til umræðu. Viðræðurnar gætu tekið tíu daga að sögn Einars Þorsteinssonar oddvita Framsóknarflokksins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Einari að málefni barna, íþróttamál, leikskólamál og önnur mál tengd velferð barna hafi verið ræddd sem og málefni eldra fólks og mál tengd fjölmenningarsamfélagi. Hann sagði að góður samhljómur væri hjá flokkunum á þessum sviðum.

Einar sagði góðan anda vera í hópnum. Helstu málefnasviðum hafi verið skipt í flokka sem fulltrúarnir muni síðan vinna sig í gegnum hægt og rólega.

Málefni flugvallarins í Vatnsmýri hafa ekki enn verið rædd að sögn Einars en flokkarnir hafa mismunandi stefnu í málefnum hans.

Hvað varðar tímalengd viðræðnanna sagðist Einar ekki vita hvenær þær klárast. „Við gefum okkur bara þann tíma sem við þurfum, er ekki ágætt að miða við 7. júní?“ sagði hann en fyrsti borgarstjórnarfundur nýkjörinnar borgarstjórnar er þá á dagskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki