fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Eyjan

Illugi Jökuls kemur séra Davíð til varnar – „Er fólk gengið af göflunum?“

Eyjan
Miðvikudaginn 25. maí 2022 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson furðar sig á þeirri gagnrýni sem séra Davíð Þór Jónsson hefur fengið vegna ummæla sem hann lét falla á Facebook í gær um þingflokk Vinstri Grænna. Telur hann að presturinn sé gagnrýndur fyrir að nota „eðlilegan og gamalkunnan“ talsmáta.

Davíð Þór hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir færslu sem hann ritaði í gær þar sem hann sagði um Vinstri Græn:

„Þau eru einfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“

Ummælin voru látin falla í tengslum við umræðuna um fyrirhugaða fjöldabrottvísun flóttafólks.

Illugi hefur einnig undanfarið harðlega gagnrýnt þessar fyrirætlun stjórnvalda og gagnrýnt að ríkisstjórnin ætli að leyfa þessu að fara fram. Hann kom séra Davíð til varnar í færslu sem hann birti í gærkvöldi.

„Er fólk gengið af göflunum? Biskupinn og allt? Davíð Þór Jónsson var ekki að „hóta helvítisvist“? Að tala um „sérstakan stað í helvíti“ fyrir einhverja sem manni finnst eiga skilið stranga gagnrýni það er ósköp einfaldlega eðlilegur og gamalkunnur talsmáti, upphaflega talið komið frá Dante. John F. Kennedy notaði þetta til dæmis oft. Hann sagði til dæmis: „There is a special place in hell for those whoin times of great moral crisismaintain their neutrality.““

Illugi segir að ummæli Kennedys megi þýða með eftirfarandi hætti: „Það er sérstakur staður í helvíti fyrir þá sem taka ekki afstöðu þegar mikill siðferðisvandi blasir við.“

„Hann sagði þetta um pólitíska andstæðinga sem voru siðferðilegir aumingjar! – Er þessi biskup okkar alveg ólesin? Eða aðrir sem gagnrýna þetta bara alveg  fína orðalag? Madeleine Albright sagði sem frægt var: „Það er sérstakur staður í helvíti fyrir konur sem ekki styðja aðrar konur.“ – Voru þau JFK að „hóta helvítisvist“? Viljiði ekki aðeins slaka á?“

Illugi vísar þar meðal annars til Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, sem hefur veitt Davíð tiltal vegna færslu hans og fordæmt ummælin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum