fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Formlegar viðræður hafnar í borginni – Segja að áherslan verði á málefnin, ekki borgarstjórastólinn

Eyjan
Þriðjudaginn 24. maí 2022 11:38

Frá blaðamannafundinum í Grósku. Mynd/Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formlegar meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisn eru hafnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkarnir fjórir blésu til í Grósku rétt fyrir hádegið.

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, opnaði fundinn og lýsti yfir ánægju með að formlegar viðræður væru hafnar. Hann sagðist hafa átt góð samtöl við aðra oddvita síðustu daga og að línur væru farnar að skýrast. Aðrir oddvitar flokkanna tóku undir orð Einars og fögnuðu því að formlegar viðræður væru að hæfast.

Fram kom á fundinum að fyrst yrði málefnasamstarfið rætt og síðan farið í að ákveða hverjir myndu fá æðstu embætti innan borgarkerfisins í sinn hlut. Þegar hópurinn var spurður hvort að engar áhyggjur væru af því að viðræðurnar gætu strandað á lokametrunum tók Einar til máls og sagðist fullviss um að lending myndi nást varðandi þau mál. Það væri einfaldlega verkefni þessara fjögurra flokka að mynda meirihluta.

Einar vék sér undan spurningum um borgarstjórastólinn og hvort að hann hefði næga reynslu til að bera til þess að valda því starfi. Sagði hann að Framsóknarflokkurinn legði áherslu á málefnin í komandi viðræðum.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, var á sömu línu og sagðist ekki hafa sett neina úrslitakosti um að hann yrði borgarstjóri. Hann ítrekaði að fyrst verði rætt um málefnin og verkaskipting verði rædd í lokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð