fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Eyjan

Erdogan með skilyrði fyrir inngöngu Finna og Svía í NATÓ – Sumir vilja frekar ræða aðild Tyrkja að NATÓ

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 18:00

Fáni NATÓ. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ljóst var að Finnar og Svíar myndu sækja um aðild að NATÓ steig Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fram á sviðið og sagði að Tyrkir gætu ekki fallist á aðild ríkjanna. Hann hefur dregið aðeins í land að undanförnu og segir nú að ríkin verði að uppfylla ákveðin skilyrði til að Tyrkir geti fallist á aðild þeirra. Til að ný ríki fái aðild að NATÓ verða öll aðildarríkin að vera sammála um að hleypa þeim inn. Tyrkir geta því í raun komið í veg fyrir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar. En nú verða þær raddir háværari í Bandaríkjunum sem segja að tími sé til kominn að ræða veru Tyrkja í NATÓ af alvöru og hvort þeir eigi erindi í bandalaginu.

Finnskar og sænskar sendinefndir komu til Ankara í gær til viðræðna við tyrkneska ráðamenn. En eins og staðan er núna virðist það ekki hafa orðið til að blíðka Erdogan. Eins og staðan er núna stendur hann því í veg fyrir skjótri aðild ríkjanna að NATÓ en margir höfðu vonast til að hægt yrði að taka ríkin hratt inn í bandalagið til að senda skýrt merki um samstöðu Vesturlanda gegn Rússlandi.

Erdogan er ósáttur við Finna og Svía vegna stuðnings þeirra við Kúrda og vopnasölubann sem ríkin settu á eftir innrás Tyrkja í norðurhluta Sýrlands 2019.

Sinan Ülgen, fyrrum tyrkneskur stjórnarerindreki, sem starfar sem sérfræðingur í málefnum Tyrklands hjá hugveitunni Carnegie Europe sagði í samtali við Jótlandspóstinn að Erdogan verði að gæta sín í þessu máli. Ekki sé víst að hægt verði að ganga að öllum kröfum Tyrkja og þeim mun lengur sem þessar deilur vara, þeim mun meiri verði þrýstingurinn á tyrknesk stjórnvöld og það geti á endanum leitt til þess að samband Tyrkja og Vesturlanda beri skaða af.

Í Washington heyrist sífellt hærra í þeim sem vilja að í stað þess að umræðan snúist um umsóknir Finna og Svía um aðild að NATÓ verði henni beint að stöðu Tyrkja í NATÓ og aðild þeirra.

Joe Lieberman, þingmaður Demókrata, og Mark Wallace, fyrrum varasendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, skrifuðu grein í Wall Street Journal þar sem þeir sökuðu Tyrki um að vera eina NATÓ-ríkið sem hefur ekki tekið skýra afstöðu gegn innrás Rússa í Úkraínu. Það eina sem þeir hafi gert sé að selja Úkraínumönnum dróna en samið hafi verið um þau kaup fyrir innrásina. Þeir segja einnig að Erdogan hafi leyft rússneskum olígörkum að flytja peninga sína til Tyrklands og benda á að Erdogan hafi árum saman traðkað á lýðræðinu í landinu en lýðræði er grundvallarskilyrði fyrir aðild að NATÓ.

En óvíst er hvort raddir á borð við þessar muni fá sitt fram því það er mat margra að Tyrkir séu mikilvægir samstarfsaðilar á hernaðarsviðinu þótt þeir séu erfiðir í samskiptum.

Staðsetning landsins gerir að verkum að það er mjög mikilvægt fyrir NATÓ í Svartahafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins