fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
Eyjan

„Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn“

Eyjan
Mánudaginn 16. maí 2022 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svavar Halldórsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, segir rúmlega helming kosningabærra Hafnfirðinga ekki eiga sér fulltrúa í bæjarstjórn eftir sveitastjórnakosningarnar á laugardaginn. Þetta þýði að sögulega lágt hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga sé nú á bak við hvern bæjarfulltrúa. Hann ritar grein um þetta sem birtist hjá Vísi.

„Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig,“ skrifar Svavar. Hann segir nokkrar skýringar á þessu.

„Aðeins 4 af 8 framboðum í Hafnarfirði fengu bæjarfulltrúa í kosningunum. Um 17,5% atkvæða fóru til þeirra 4 framboða sem ekki náðu inn manni. Að auki voru 2,5% auð eða ógild. Samtals 20%. Þessu til viðbótar sátu margir heima á laugardaginn. Í Hafnarfirði voru 21.744 á kjörskrá. Af þeim kusu 13.133 eða 60,4%. Þetta er auðvitað ekki mikil kjörsókn, en þó ívið skárri en árið 2018 þegar hún var 58,01%. Sé þetta vegið saman, þ.e.a.s. 60,4% kjörsókn og að 20% greiddra atkvæða fóru ekki til þeirra flokka sem náðu inn bæjarfulltrúa, sést að bæjarfulltrúarnir 11 hafa aðeins 48,32% atkvæðisbærra Hafnfirðinga á bak við sig.“ 

Svavar segir að Framsókn hafi unnið fínan sigur í Hafnarfirði um helgina, líkt og víðar um landið. Flokkurinn hafi fengið inn 2 bæjarfulltrúa sem sé besti árangur sögunnar hjá Framsókn í bænum. Sjálfstæðisflokkur hafi unnið varnarsigur, þó þeir hafi tapað einum bæjarfulltrúa. Það sé þó fínt í ljósi þess hversu mikið flokkurinn hefur tapað af fylgi á landsvísu. Samfylkingin hafi svo rétt nokkuð úr kútnum og tvöfaldað bæjarfulltrúa sína, farið úr tveimur yfir í fjóra. Ekki sé þó um meiriháttar sigur að ræða þar sem Samfylkingin hafi árið 2006 verið með sjö bæjarfulltrúa og hreinan meirihluta en síðan þá hafi saxast mikið af fylginu. Viðreisn hafi haldið sjó og sínum eina bæjarfulltrúa.

Svavar telur að áframhaldandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vera augljósasta kostinn, en allt muni þó koma í ljós á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilja takmarka fjölskyldusameiningu hælisleitenda

Vilja takmarka fjölskyldusameiningu hælisleitenda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bubbi vill Ólaf Jóhann á Bessastaði – „Hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir“

Bubbi vill Ólaf Jóhann á Bessastaði – „Hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna

Björn Jón skrifar: Katrín mikla og svipugöng sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron