fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Samfylking, Framsókn og Píratar sagðir þreifa fyrir sér um meirihlutamyndun í Reykjavík

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. maí 2022 07:00

Hverjir mynda næsta meirihluta í borgarstjórn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihlutinn í borgarstjórn féll í kosningunum á laugardaginn. Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu hvað varðar myndun nýs meirihluta því hvorki Samfylkingin né Sjálfstæðisflokkurinn geta myndað nýjan meirihluta án Framsóknar nema flokkarnir tveir snúi bökum saman en það er talið ansi ólíklegt.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að þreifingar séu hafnar um meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, er sögð hafa rætt við forystumenn annarra flokka um mögulegt meirihlutasamstarf. Er sagt að hún útiloki ekkert í þeim efnum.

Blaðið segir að allt sé þetta mjög skammt á veg komið og aðallega hafi verið skipst á hugmyndum um meirihlutakosti en einnig hafi ólíkar hugmyndir um borgarstjóraembættið verið kynntar.

Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík en fylgi flokksins sexfaldaðist frá síðustu kosningum. Hann fékk 18,7% atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Hefur fylgi flokksins aldrei verið svo mikið í borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“