fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Svíar neita að framselja tvo Tyrki til Tyrklands – Getur sett strik í reikninginn varðandi NATO-aðild

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 08:00

Fáni NATO. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski ríkissaksóknarinn hefur hafnað kröfu um framsal tveggja Tyrkja til Tyrklands. Tyrkir telja að mennirnir séu hryðjuverkamenn og vilja fá þá framselda. Framsal þeirra var hluti af samningi á milli Svíþjóðar og Tyrklands til að tryggja stuðning Tyrkja við umsókn Svía um aðild að NATO.

Tyrkir telja að mennirnir tilheyri íslömsku Gülen-hreyfingunni sem er sökuð um að hafa reynt að ræna völdum í Tyrklandi 2016.

Expressen segir að ríkissaksóknarinn telji ekki að mennirnir hafi gerst sekir um brot á sænskum lögum og því sé engin ástæða til að efna til réttarhalda um hvort það eigi að framselja þá.

Ákvörðunin getur haft mikil áhrif á aðildarumsókn Svía að NATO því öll aðildarríkin þurfa að samþykkja umsóknina. Tyrkir hafa einmitt notfært sér þetta til að setja fram kröfur á hendur Svíum en dvöl pólitískra andstæðinga Erdogan, Tyrklandsforseta, í Svíþjóð fer fyrir brjóstið á þeim. Segja Tyrkir þá vera hryðjuverkamenn og vilja fá þá framselda.

Tvímenningarnir sem um ræðir hafa ekki gerst sekir um brot gegn sænskum lögum að mati ríkissaksóknarans en Tyrkir segja þá báða hafa hlaðið niður appinu ByLock sem talið er að Gülen-hreyfingin noti. Annar þeirra er einnig sagður hafa tekið þátt í fundum hreyfingarinnar. Hann hefur fengið hæli og varanlegt dvalarleyfi í Svíþjóð.

Hinn hefur fengið hæli í Svíþjóð og þriggja ára dvalarleyfi að sögn Expressen.

Báðir neita þeir að tengjast Gülen-hreyfingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn