fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Eyjan

Segir borgarstjórn blekkja almenning á meðan fasteignafélög og elítu vinir Dags græða

Eyjan
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður samtaka leigjenda á Íslandi, veltir fyrir sér hvernig yfirvöld í Reykjavíkurborg geti talað um byggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk þegar slíkar eignir enda með að verða dýrari heldur en gengur og gerist almennt á markaðinum í Reykjavík.

Hvað er hagkvæmt húsnæði?

Guðmundur vekur athygli á þessu í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann notkun borgarstjórnar á orðinu „hagkvæmt“ slái met í öfugmælum. Orðið hagkvæmt eigi samkvæmt orðabók að fela í sér fjárhagslegan ávinning en þegar horft er í raun á þessi hagkvæmu húsnæði þá sjái maður að veruleikinn felur í sér frekar tap heldur en ávinning.

„Hugtakið „hagkvæmt húsnæði“ sem sérstök tegund af húsnæði birtist fyrst í kynningum borgaryfirvalda vorið 2014. Það vor var markaðsverðmæti á hverjum seldum fermetra í nýrri eða nýlegri 60 fermetra íbúð alls þrjú hundruð sjötíu og fimm þúsund krónur. Það ár voru lágmarkslaun í kringum tvö hundruð tuttugu og fimm þúsund krónur. Hver fermetri í áðurnefndri íbúð var því 68% hærri en lágmarkslaun.“ 

Markaðsverðmetri þessa fermetra sé í dag 739 þúsund og lágmarkslaun samkvæmt síðustu kjarasamningum 368 þúsund. Sem þýði að markaðsvirði hvers fermetra sé orðinn 100 prósent hærra en lágmarkslaun og hafi hækkað 50 prósent umfram laun á tímabilinu.

Hagkvæmt fyrir hverja?

Eðlilegt væri að áætla að hagkvæmar húsbyggingar yrðu seldar nokkuð undir markaðsverði.

„Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er listi yfir verkefni sem hafa hlotið brautargengi undir þessum formerkjum og eiga þau flest sameiginlegt að vera einmitt hagkvæm í byggingu. 

En ætli ungi kaupandinn sem er að stíga fyrstu skrefin á fasteignamarkaðnum eða sá sem vinnur láglaunastörfin í borginni fái hlutdeild í þessari hagkvæmni? Stutta svarið er nei, hann fær það ekki! Staðreyndin er sú að þetta húsnæði, sem oft er reist úr innfluttum og verksmiðjuframleiddum einingum, verður dýrara en annað húsnæði í Reykjavík.“ 

Guðmundur nefnir sérstaklega fyrirtæki á borð við Frambúð ehf. og Hoffell ehf. sem hafa gert samninga við Reykjavík um byggingu á hagkvæmu húsnæði. Annars vegar í Skerjafirði og hins vegar í Gufunesi.

„Í báðum tilfellum er áætlað að reisa fjölbýlishús úr einingum, smærri íbúðir yfir ungt fólk og tekjulága. Þessi fyrirtæki hlutu brautargengi hjá borginni eftir samkeppni um hagkvæmt húsnæði sem haldin var 2019.“ 

Til staðar séu samningar og ráðagerðir, samþykktar af borgarráði, sem geri ráð fyrir að söluverð á þessu hagkvæma húsnæði sé töluvert yfir núverandi markaðsverði og nálgist að vera rúmar 800 þúsund krónur á fermetra.

Hverjir græða?

„Hver skyldi svo hagnast á þessari bíræfnu skilgreiningu á hagkvæmni í byggingu húsnæðis? Það eru jú aðeins fasteignafélögin í Reykjavík og fjármagnselítan í vinfengi við borgarstjórann sem gera það, hinn fjárhagslegi ávinningur verður þeirra og aðeins þeirra. Það eru hins vegar fyrstu kaupendur, láglaunafólk og leigjendur sem greiða hið háa verð fyrir þessa tegund af hagkvæmni eð lífsgæðum sínum og velferð.“ 

Guðmundur bendir á að meirihlutinn í borginni stefni á að byggja fleiri svona húsnæði og „blekkingaleikurinn“ sé svo fullkomnaður þegar borgarstjórn reyni að sannfæra almenning um að maður þurfi að borga mest fyrir það sem kosti minnst.

„Sú staðreynd að reynt sé að blekkja almenning á svo ófyrirleitinn hátt er mjög afhjúpandi fyrir hverra hagsmuna er gætt og hvar hollusta borgarstjórnar liggur.“ 

Ef ætlunin væri að íbúar fengju hlutdeild í þessari meintu hagkvæmni þá þyrfti að setja skilyrði um söluverð, að öðrum kosti sé ekkert að marka þessar yfirlýsingar.

„Það eina sem hún undirstrikar eru öfugmæli og blekkingaleikur meirihlutans og gjaldfellir yfirskrift húsnæðisáætlunar borgarinnar um öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skýrist í dag eða á morgun hvort VR og SA gera atlögu að skammtímasamningi

Skýrist í dag eða á morgun hvort VR og SA gera atlögu að skammtímasamningi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir lög hafa verið brotin í skjóli borgarstjórnar – „Við smá­borg­ar­arn­ir kæm­umst aldrei upp með að brjóta lög­in á þenn­an hátt“

Segir lög hafa verið brotin í skjóli borgarstjórnar – „Við smá­borg­ar­arn­ir kæm­umst aldrei upp með að brjóta lög­in á þenn­an hátt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir upp – Vill ekki bera ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir upp – Vill ekki bera ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Enn einu sinni kom Trump Bandaríkjamönnum á óvart – Segja botninum náð hvað varðar heimsku

Enn einu sinni kom Trump Bandaríkjamönnum á óvart – Segja botninum náð hvað varðar heimsku