fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Skiptar skoðanir um hvort Guðlaugur geti setið áfram í ráðherrastóli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptar skoðanir eru um hvaða áhrif formannskjörið á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær hefur á framtíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á ráðherrastóli. Guðlaug skoraði sitjandi formann, Bjarna Benediktsson, á hólm, tapaði en fékk verulegt fylgi, rétt rúmlega 40 prósent.

Stefán Einar Stefánsson blaðamaður er vel tengdur inn í Sjálfstæðisflokkinn en ummæli hans um formannskjörið í Silfrinu á RÚV í gær vöktu mikla athygli. Þar hélt hann því fram að Guðlaugi væri ekki stætt á ráðherrastóli ef hann tapaði kosningunni. Stefán sagði:

„Ég held að flokkurinn sé í þeirri stöðu eftir þetta að sá þeirra sem tapar verði einfaldlega að víkja af vettvangi til þess að hreinsa andrúmsloftið, þetta er orðið mjög eitrað andrúmsloft vegna þess að menn telja þarna að Guðlaugur hafi svikið formanninn. Við skulum ekki gleyma því að það var á einum tímapunkti fyrir langalöngu síðan sem Bjarni hafði pólitískt líf Guðlaugs í hendi sér, það var í hinu ógurlega stóra styrkjamáli, sem Guðlaugur flæktist alleftirminnilega inn  í og  það voru margir Sjálfstæðismenn, málsmetandi, sem töldu að Bjarni ætti í þeim aðstæðum að fórna Guðlaugi til að hreinsa flokkinn af þeim vandræðum og Bjarni gerði það ekki.“

Ólafur Þ. Harðarsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur aðra sýn á þetta. Hann telur ekkert því til fyrirstöðu að Guðlaugur Þór sitji áfram sem ráðherra. Ólafur segir í samtali við DV:

„Guðlaugi Þór er vissulega stætt í ráðherrastól, nema formaður flokksins og þingflokkur ákveði að reka hann úr því embætti. Ekkert bendir til þess að slíkt sé á döfinni. Bjarni hefur sagt að mikilvægt sé fyrir flokksmenn að snúa nú bökum saman.“

Ólafur bendir á að óheppilegt sé að reka ráðherra úr embætti sem nýtur jafnmikils fylgis og Guðlaugur Þór gerir. Í sögulegu samhengi væri líka óeðlilegt að Guðlaugur Þór viki fyrir það að hafa farið fram gegn formanninum:

„Það virðist reyndar afar óheppilegt fyrir flokk að reka úr ráðherrastól formannsframbjóðanda sem nýtur stuðnings 40% landsfundarfulltrúa. Árið 2011 bauð Hanna Birna sig fram gegn Bjarna sem var sitjandi formaður. Hún fékk 45% atkvæða, Bjarni 55%. Þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn 2013 varð Hanna Birna ráðherra – og kom engum á óvart. Hanna Birna sagði af sér ráðherradómi vegna lekamálsins 2014 – þrátt fyrir að Bjarni og þingflokkurinn styddi hana til áframhaldandi setu. Afsögn hennar 2014 hafði ekkert að gera með framboð hennar gegn Bjarna 2011. Árið 1991 felldi Davíð Oddsson sitjandi formann, Þorstein Pálsson með naumum meirihluta á landsfundi. Í framhaldi myndaði Davíð stjórn. Þorsteinn sat í þeirri ríkisstjórn frá 1991-1999 þegar hann varð sendiherra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki