fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Eyjan

Haukur Viðar fagnar endalokum á meintri sjálftöku fasteignasala – Milliliðalaus fasteignaviðskipti á netinu orðin að veruleika

Eyjan
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 10:03

Haukur Viðar Alfreðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófáir Íslendingar hafa látið fasteignasala heyra það jafnduglega og hagfræðingurinn Haukur Viðar Alfreðsson sem hefur skrifað ófá pistla um meinta sjálftöku stéttarinnar. Í dag dregur þó til tíðinda því fasteignasalan Kaupstaður hefur blásið í herlúðra og boðið upp á rafrænt fasteignaviðskipti,  milliliðalausa sölu fasteigna í gegnum netið fyrir brot af verðinu sem neytendur hafa greitt í söluþóknanir. Kostar þjónustan á bilinu 99 þúsund krónur til 419 þúsund krónur eftir því hvað er innifalið.

Sjá einnig: Haukur Viðar sakar fasteignasala um fjárkúgun – „Starfa fyrst og fremst fyrir sjálfa sig“

Í nýrri aðsendri grein á Vísi, sem ber yfirskriftina Viltu spara milljón?, fer Haukur Viðar yfir hina nýju þjónustu sem hann hefur sjálfur átt þátt í að stuðla að. Hann er í stofnandahópi fyrirtækisins Brennisteins sem hefur þróað hugbúnaðinn eCasa sem rafrænu fasteignaviðskiptin byggja á.

Segir mikla áhættu að fasteignasalar vinni frekar fyrir eigin hag

„Fyrir seljendur fasteigna liggja stærstu tækifærin í því að geta selt eigin fasteign með aðstoð tölvutækninnar í stað þess að styðjast við fasteignasala. Þannig sparar seljandinn sér kaup á vægast sagt kostnaðarsamri sérfræðiþjónustu og á sama tíma losna kaupendur við sinn kostnað af fasteignsala. Þá eykst áhætta seljenda fasteigna ekki með þessari söluaðferð nema þá síður sé, enda einskorðast gott sem öll ágreiningsmál við fasteingasölu við ágreining milli seljenda og kaupanda án þess að fasteignasali beri neina ábyrgð, auk þess að núverandi uppsetning söluþóknanna fasteignasala er þannig háttað að mikil áhætta er á því að þeir vinni fremur að eigin hag en hag seljanda eða kaupanda,“ skrifar Haukur Viðar.

Sjá einnig: Haukur Viðar ræðst að nýju gegn fasteignasölum – „Þjónusta fasteignasala er ekki verðlögð í neinu samræmi við umfang og gæði þeirrar þjónustu sem þeir veita“

Telur fasteignasala þurfa að aðlagast breyttu landslagi

Hann telur þó ekki að dagar fasteignasala séu taldir en að þeir munu þurfa að aðlagast breyttu landslagi. „Séðir fasteignasalar munu bregðast við breyttum tímum með því að taka þátt í breytingunum. Þannig minnkar umfang vinnu þeirra verulega og þeir geta einbeitt sér að því að veita þá sérfræðiþekkingu sem sker þá úr hópnum í staðinn, og þar sem umfang vinnu þeirra minnkar verulega geta þeir verðlagt þjónustu sína á samkeppnishæfari máta. Þannig lifa séðir fasteignasalar áfram góðu lífi en á sama tíma vænkast hagur þeirra seljanda sem kjósa áfram að kaupa þjónustu fasteignasala, þó ekki til jafns við aukin hag þeirra sem kjósa að selja sjálfir,“ skrifar Haukur Viðar

Geta starfrækt eigin fasteignasölur

Þá telur hann að tækifæri séu í stöðunni fyrir fasteignasala sem að margir hverjir starfa fyrir aðra fasteignasala sem hirða stóran hluta af tekjum í þeirra í skiptum fyrir utanumhald og aðgang að tölvukerfum. „Nú er tæknin hins vegar orðin þannig að gott sem allri almennri handavinnu fasteignasala hefur verið útrýmt og þeim veitt öll tól sem þarf til að sinna fasteignasölu á skilvirkara og einfaldara formi en þekkst hefur hingað til. Í reynd má segja að hvaða löggildi fasteignasali sem er sem hefur aðgang að tölvu geti nú starfrækt eigin fasteignasölu án fasts kostnaðar og án þess að annar fasteignasali hirði stóran hluta teknanna. Spurningin sem þessir fasteignasalar standa frammi er því einföld: Hvort vilt þú að tekjurnar sem þú aflar renni í þinn vasa eða vasa einhvers annars?,“ skrifar hagfræðingurinn.

Að mati Hauks Viðars munu margir fasteignasalar og samfélagið allt græða á breytingunum en þeir sem byggja afkomu sína á hlutdeild í tekjum annarra fasteignasala munu tapa.

„Ljóst er að seljendur og kaupendur fasteigna eru að fara græða verulega. Sömuleiðis græðir samfélagið á aukinni skilvirkni og þannig aukinni framleiðslugetu. Þá munu fasteignasalarnir sem kjósa að breytast með breyttum tímum og kjósa að fá stærri hluta teknanna sem þeir afla í eigin vasa einnig græða. En hætt er við því að þeir fasteignasalar sem hafa sínar tekjur af tekjuöflun annarra fasteignasala, sem og þeir aðilar sem hafa viðhaldið fákeppni og verðsamráði öllum nema sjálfum sér í óhag árum saman séu að fara borga brúsann,“ skrifar hann.

Hér má lesa grein Hauks Viðars í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gera alvarlegar athugasemdir við inngrip ríkissáttasemjara

Gera alvarlegar athugasemdir við inngrip ríkissáttasemjara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arndís gagnrýnir Dani fyrir að hleypa ekki konum sem gengu til liðs við ISIS aftur inn í landið

Arndís gagnrýnir Dani fyrir að hleypa ekki konum sem gengu til liðs við ISIS aftur inn í landið