fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Prófessor við HÍ segir að borgarstjóri sé „ófær um að gera neitt raunhæft í aðkallandi vandamálum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 16:15

Til vinstri: Jónas Elíasson - Mynd/Fullveldisfélagið. Til hægri: Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Elíasson, prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, segir í pistli sem birtist á Vísi í dag að eitthvað þurfi að gera í málefnum borgarinnar. „Almenn óráðsía hefur gert borgarsjóð gjaldþrota í raun, sem aflar rekstrarfjár með skuldabréfaútgáfu og hækkar skuldir borgarsjóðs um 1 – 2 ma/mánuði,“ segir hann.

Samkvæmt Jónasi er Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, þess vegna í „fjárhagslegu skrúfstykki“ og „ófær um að gera neitt raunhæft í aðkallandi vandamálum“. Jónas segir að þar séu ennþá samgöngumálin veigamest. „Þar er tafakostnaður borgaranna orðinn 30 – 60 ma/ári.“

Jónas fullyrðir að tiltölulega auðvelt sé að létta á þessum vanda með endurbótum á þjóðvegakerfinu. „En í tilraun til að afla pólitískra vinsælda, féll borgarstjóri í þá gryfju að vilja það ekki, heldur fækka bílum, sem er ekki hægt nema með þvingunaraðgerðum sem hafa afdrifaríkan efnahagslegann afturkipp í för með sér,“ segir hann.

„Margir hafa bent á þetta, en borgarstjóri virðist hafa enn minni áhuga á hag þjóðarinnar en borgarinnar, heldur bara áfram sínum predikunum um borgarlínu sem allir vita nú orðið að skilar engu nema gleypa 100 ma. króna.“

„Borgir sem hafa kjark í samgöngutæknilegt sjálfsmorð eru ekki margar“

Jónas segir að staðan sé erfið og búast megi við því að tafakostnaður muni tvöfaldast árið 2030 eða fyrr. Hann trúir að lausnin liggi í mislægum gatnamótum:

„Til þess þarf að byggja nokkur mislæg gatnamót sem Reykjavík tók út úr skipulagi 2015 í einhverju kasti af því sem ég hef kallað mislæga gatnamótaþrjósku. Sumir hafa viljað rekja þessa arburðarás aftur til Ingibjargar Sólrúnar, sem lét hafa eftir sér að Ísland þyrfti ekki amerískar hraðbrautir, en þetta er rangt. Samkvæmt orðanna hljóðan þýðir þetta einfaldlega að Ísland þarf ekki hraðbrautakerfi samkvæmt amerískum stöðlum sem er alveg rétt. En úr þessu varð mislæga gatnamótaþrjóskan til, þrátt fyrir að þjóðvegakerfi höfuðborgarsvæðisins inniheldur yfir 20 mislæg gatnamót og munar ekkert um þau fáu sem þarf til viðbótar til að spara tafakostnað 10 – 20 ma/ári.“

Jónas segir að hugsanlega megi rekja „gatnamótaþrjóskuna“ til Pírata frekar en borgarstjóra. „Í Reykjavík fengu þeir formennsku í skipulags- og samgönguráði 2018 og hófu þeir baráttu fyrir bíllausum lífsstíl og grænni borg, sem sýndi sig að innihalda ekkert nema máttlaust einkabílahatur og borgarlínu sem sýndin sig að vera þrteföldun á þeim strætó sem höfuðborgarbúar nota mjög lítið, en enga raunhæfa samgöngustefnu.“

Þá spyr Jónas hvort menn séu að grínast. „Núverandi formaður skipulags- og samgönguráðs toppaði þetta reyndar þegar hann lagði til neðanjarðarlest (Fréttablaðið 14/9/22) í hripleku Reykjavíkurgrágrýtinu frá Ártúni, gegnum þrjú jarðhitasvæði niður á Lækjartorg,“ segir hann.

„Þetta hét að þora, sannkallað réttnefni, borgir sem hafa kjark í samgöngutæknilegt sjálfsmorð eru ekki margar.“

Segir „vanhæfni meirihlutans“ stefna landinu öllu í mjög vond mál

Aftur segir Jónas svo að lausnin sé einföld, Miklabraut og Kringlymýrarbraut ætti að gera ljóslausar. Það kosti minna en að gera stokka og jarðgöng.

„En hvernig á að koma þessum í kring ? Vandinn er skipulagsvald Rvk sem komast þarf í kring um. Lausnin á því er tæplega nema ein, gera þjóðvegakerfið að sérstakri skipulagseiningu eins og flest önnur lönd hafa þegar gert. Til að ná þessu markmiði þarf að skerða skipulagsvald sveitafélaga.“

Að lokum segir segir Jónas að „vanhæfi meirihlutans“ í borgarstjórn sé að stefna landinu öllu í mjög vond mál. „Samgöngustíflan í Rvk hækkar flutningskostnað í þríhyrningnum Akranes/Selfoss/Keflavík, en þar fer nánast allur inn- og útflutningur í gegn, þar á meðal allur neysluvarningur þjóðarinnar. Að þarna þurfi frjálst (free flow) umferðakerfi liggur í augum uppi. En borgarstjórn sefur á sitt græna eyra, dreymandi strætódrauma,“ segir hann.

„Þar að auki eru að birtast slæmar fréttir, til dæmis af yfirvofandi orkuskorti. Er það næsta DBE kreppan?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast