fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Dómsmálaráðherra ætlar að bæta búnað fangavarða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 09:00

Fangelsið á Hólmsheiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, ætlar að efla búnað fangavarða og auka þjálfun þeirra. Hann segir að mjög alvarleg þróun eigi sér stað í fangelsum landsins þar sem ofbeldi hefur aukist sem og vopnaburður fanga.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fangaverðir hafa kallað eftir varnarbúnaði og aukinni þjálfun og hyggst Jón verða við þessu. Morgunblaðið hefur eftir honum að öryggi fangaverði sé í hæsta forgangi eins og öryggi lögreglumanna.

„Það sem á sér stað innan veggja fangelsa endurspeglar þá þróun sem við verðum nú vitni að í samfélaginu. Ég hef verið í miklu samtali við fangelsisyfirvöld og það er ljóst að bregðast þarf við á mörgum sviðum,“ sagði Jón.

Hann sagði að fangaverðir muni fá högg- og hnífavesti auk þess sem „vel komi til skoðunar“ að fangaverðir fái aðgang að rafbyssum.

Bæði lögreglumenn og fangaverðir hafa óskað eftir þessum búnaði.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið