fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Detroit er nýr áfangastaður Icelandair

Eyjan
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair kynnir í dag Detroit í Bandaríkjunum sem nýjan áfangastað. Í fréttatilkynningu kemur fram að flogið verður fjórum sinnum í viku frá 18. maí 2023 og út október. Flogið er á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Flugtími er um sex klukkustundir. Detroit er oft kölluð bílaborgin en hún er einnig fæðingarstaður hinnar goðsagnakenndu Motown tónlistar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í borginni undanfarin ár og er hún þekkt fyrir tónlist, list, hönnun og matargerð. Borgin er í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna og var valin af Time Magazine sem ein af borgum ársins 2022.

„Við erum mjög spennt fyrir því að bæta Detroit við okkar öfluga leiðakerfi. Borgin er áhugaverður áfangastaður og þaðan eru einnig öflugar tengingar til annarra borga í Bandaríkjunum. Þá skapast mjög góðar tengingar fyrir íbúa Detroit og nærumhverfis við Ísland og áfram til áfangastaða Icelandair í Evrópu. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á að bæta við nýjum áfangastöðum vestanhafs sem hafa litlar tengingar við Evrópu fyrir. Þannig getum við bætt mjög þjónustu frá þessum svæðum til Evrópu og nýtt þau tækifæri sem liggja í öflugu leiðakerfi okkar og stuttum tengitíma á Keflavíkurflugvelli,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær