fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Eyjan

Origo bakhjarl Gulleggsins 2023

Eyjan
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 11:33

Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvædmastjóri KLAK - Icelandic Startups, Jón Björnsson forstjóri Origo, og Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs Origo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Origo hefur gerst bakhjarl Gulleggsins, sem er stærsta og ein skemmtilegasa frumkvöðlakeppni landsins. Þar að auki er Origo er einn bakhjarla samfélagshraðalsins Snjallræði og einn aðaleigenda KLAK – Icelandic Startup.

Gulleggið hefur verið ein vinsælasta frumkvöðlakeppnin á Íslandi undanfarinna ára þar sem háskólanemendur og almenningur er hvatt til að taka fyrstu skrefin í frumkvöðlasamfélaginu með því að umbreyta hugmynd í viðskiptatækifæri.

„Orgio elskar að breyta góðri tækni í góða viðskiptahugmynd og lætur sitt ekki eftir liggja við að styðja verkefni sem hafa það að leiðarljósi að búa til tæknihugmyndir sem geta gert lífið betra,“ segir Jón Björnsson, forstjóri Origo.

„Fleiri bakhjarlar þýðir stærri keppni, fleiri tækifæri og meiri nýsköpun“

Origo er einn af stærstu hluthöfum KLAK – Icelandic Startups en aðrir eigendur eru Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins og Samtök Iðnaðarins. Origo hefur stutt vel við starfsemi KLAK í gegnum árin og unnið hörðum höndum að aðstoða frumkvöðla og stuðlað að fjölgun sprotafyrirtækjum hérlendis.

„Fleiri bakhjarlar þýðir stærri keppni, fleiri tækifæri og meiri nýsköpun. Við fögnum því allan daginn að fá inn svo öflugt fyrirtæki í bakhjarlahópinn. Saga Origo er til fyrirmyndar, þau skilja og styðja nýsköpuna núna sem og alltaf,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK.

Jón Björnsson, forstjóri Origo, Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Origo og Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups hafa í gegnum gott samstarf stuðlað að því styrkja enn frekar samstarf Origo og KLAK. Með undirritun samningsins gerist Origo nú formlegur bakhjarl Gulleggsins í fyrsta sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn