fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Útgerðarmenn ósáttir – Þingmenn sagðir til vandræða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendum í sjávarútvegi finnst starfsumhverfi þeirra mun óvinveittara en yfirleitt kemur fram í opinberri umræðu. Eru þingmenn sagðir vera til vandræða í þessum efnum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vitnar í nýja rannsókn sem Kristján Vigfússon, kennari við HR, gerði og hefur verið birt í tímaritinu Marine Policy.

Í henni kemur fram að hávær og neikvæð pólitísk umræða um sjávarútveg og þar með um framtíð greinarinnar hafi mikil og vond áhrif að mati útgerðarmanna. Fram kemur að ein ástæða kvótasamþjöppunar sé óvissa sem skapast í kringum kosningar.

Fréttablaðið ræddi við Daða Hjálmarsson, útgerðarstjóra KG Fiskverkunar, sem situr í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hann sagðist tengja vel við niðurstöður rannsóknarinnar. „Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn, það er bara þannig,“ sagði hann.

Hann sagði að það sé ekki síst vegna umræðu alþingismanna um greinina að hallað sé á greinina að ósekju. „Mér finnst umræða um að kerfið sé óréttlátt vera mjög vitlaus. Ég lendi oft í að þá er verið að vísa til einhvers sem gerðist löngu áður en ég fæddist,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða