fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Eyjan

Yfirdráttarlán heimilanna farin að aukast á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 08:00

Yfirdráttarlán heimilanna eru að aukast.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að heimsfaraldri kórónuveirunnar lauk og hjól hagkerfisins fóru að snúast á nýjan leik hafa innlán heimilanna aukist verulega. En nú hefur sá viðsnúningur orðið að yfirdráttarlán eru farin að aukast á nýjan leik eftir að heimilin höfðu greitt þau niður jafnt og þétt.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í Hagvísum Seðlabankans.

Hefur blaðið eftir Vigni Þór Sverrissyni, fjárfestingastjóra hjá Íslandssjóðum, að þetta geti verið vísbending um að hluti heimilanna geti átt í vandræðum með að láta enda ná saman. Það muni skýrast betur í vetur.

Um áramótin voru yfirdráttarlán heimilanna 2,59% af landsframleiðslu en eru nú orðin 2,63%. Landsframleiðslan hefur aukist á þessum tíma.

Ekki er vitað hvernig þetta skiptist niður á heimilin en Fréttablaðið segir að ekki sé óvarlegt að ætla að yfirdráttarlánin séu almennt frekar lág og hið hækkaða hlutfall bendi til að heimilum, sem taka yfirdráttarlán, hafi fjölgað á árinu.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Enn einu sinni kom Trump Bandaríkjamönnum á óvart – Segja botninum náð hvað varðar heimsku

Enn einu sinni kom Trump Bandaríkjamönnum á óvart – Segja botninum náð hvað varðar heimsku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur sorgmæddur og dapur eftir að vera „stunginn í bakið“

Vilhjálmur sorgmæddur og dapur eftir að vera „stunginn í bakið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Mesta fylgi Samfylkingarinnar í áratug – Ríkisstjórnin héldi ekki velli

Mesta fylgi Samfylkingarinnar í áratug – Ríkisstjórnin héldi ekki velli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“

Áfram deilt um umdeild áform um auglýsingaskilti við Klambratún – „Hættið þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Loksins gerðist það – Áralöng barátta Trump er endanlega töpuð

Loksins gerðist það – Áralöng barátta Trump er endanlega töpuð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“

Stjórnarliðar lögðust gegn því að veita tekjulágum eldri borgurum desemberuppbót – „Svona á velferðarþjóðfélag ekki að virka“