fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Eyjan

Yfirdráttarlán heimilanna farin að aukast á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 08:00

Yfirdráttarlán heimilanna eru að aukast.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að heimsfaraldri kórónuveirunnar lauk og hjól hagkerfisins fóru að snúast á nýjan leik hafa innlán heimilanna aukist verulega. En nú hefur sá viðsnúningur orðið að yfirdráttarlán eru farin að aukast á nýjan leik eftir að heimilin höfðu greitt þau niður jafnt og þétt.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í Hagvísum Seðlabankans.

Hefur blaðið eftir Vigni Þór Sverrissyni, fjárfestingastjóra hjá Íslandssjóðum, að þetta geti verið vísbending um að hluti heimilanna geti átt í vandræðum með að láta enda ná saman. Það muni skýrast betur í vetur.

Um áramótin voru yfirdráttarlán heimilanna 2,59% af landsframleiðslu en eru nú orðin 2,63%. Landsframleiðslan hefur aukist á þessum tíma.

Ekki er vitað hvernig þetta skiptist niður á heimilin en Fréttablaðið segir að ekki sé óvarlegt að ætla að yfirdráttarlánin séu almennt frekar lág og hið hækkaða hlutfall bendi til að heimilum, sem taka yfirdráttarlán, hafi fjölgað á árinu.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni