fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

50 milljóna kostnaður við að senda 44 fulltrúa á loftslagsráðstefnuna í Egyptalandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 09:00

COP27 fer fram í Egyptalandi þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn hófst loftslagsráðstefnan COP27 í Egyptalandi. Hún stendur þar til föstudaginn 18. nóvember.  44 Íslendingar sækja ráðstefnuna og má reikna með að heildarkostnaður vegna þátttöku Íslendinga geti numið 50 milljónum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þessi útreikningur blaðsins byggist á tölum sem eiga við fulltrúa umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins en það sendir sex fulltrúa á ráðstefnuna. Kostnaðurinn við hvern þeirra er misjafn því þeir dvelja mislengi í Egyptalandi.

Blaðið segir að í skriflegu svari frá ráðuneytinu komi fram að áætlaður kostnaður á hvern þátttakanda sé 700.000 til 1,6 milljónir.

Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um kostnað annarra fulltrúa í sendinefndinni eða annarra Íslendinga á ráðstefnunni.  Ef miðað er við að kostnaður þeirra sé svipaður og fyrir starfsfólk ráðuneytisins gæti heildarkostnaðurinn verið um 50 milljónir. Er þá miðað við meðalkostnað upp á 1,15 milljónir á hvern þátttakanda.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sækir ráðstefnuna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar ásamt 16 manna fylgdarliði.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG