fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

50 milljóna kostnaður við að senda 44 fulltrúa á loftslagsráðstefnuna í Egyptalandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 09:00

COP27 fer fram í Egyptalandi þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn hófst loftslagsráðstefnan COP27 í Egyptalandi. Hún stendur þar til föstudaginn 18. nóvember.  44 Íslendingar sækja ráðstefnuna og má reikna með að heildarkostnaður vegna þátttöku Íslendinga geti numið 50 milljónum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þessi útreikningur blaðsins byggist á tölum sem eiga við fulltrúa umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins en það sendir sex fulltrúa á ráðstefnuna. Kostnaðurinn við hvern þeirra er misjafn því þeir dvelja mislengi í Egyptalandi.

Blaðið segir að í skriflegu svari frá ráðuneytinu komi fram að áætlaður kostnaður á hvern þátttakanda sé 700.000 til 1,6 milljónir.

Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um kostnað annarra fulltrúa í sendinefndinni eða annarra Íslendinga á ráðstefnunni.  Ef miðað er við að kostnaður þeirra sé svipaður og fyrir starfsfólk ráðuneytisins gæti heildarkostnaðurinn verið um 50 milljónir. Er þá miðað við meðalkostnað upp á 1,15 milljónir á hvern þátttakanda.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sækir ráðstefnuna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar ásamt 16 manna fylgdarliði.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun