fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Gífurleg óánægja meðal foreldra vegna fyrirhugaðra bólusetninga í grunnskólum – „Við höfum fengið mjög sterk viðbrögð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. janúar 2022 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sagði í samtali við mbl.is að hún hafi fengið mjög sterk viðbrögð frá foreldrum barna eftir að tilkynnt var að bólusetning grunnskólabarna ætti að fara fram í skólum landsins. Hefur hún lagt til við sóttvarnalækni að bólusetning fari frekar fram hjá Heilsugæslunni.

„Við höfum fengið mjög sterk viðbrögð frá foreldrum þess efnis að bólusetningar fari ekki fram í skólanum. Fólk hefur auðvitað mismunandi skoðanir á því hvort bólusetja eigi börnin og við getum ekki tekið afstöðu til þess en við finnum að það að þetta eigi að fara fram í skólunum vekur mjög sterk viðbrögð.“ 

Salvör segir að hvort börnin þiggi bólusetningu eða ekki séu viðkvæmar persónuupplýsingar. „Að þetta fari fram með félögunum, það það geti orðið umræða á meðal krakkanna eftir á. Þetta fyrirkomulag er í rauninni opið gagnvart öðrum krökkum, foreldrum, kennurum og skólasamfélaginu, her fer síðan í bólusetningu og hver ekki.“

Salvör hefur lagt til að við sóttvarnayfirvöld að þessi ákvörðun verði endurtekin í ljósi óánægju foreldra.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við mbl.is um helgina að vinnuhópur hafi komist að þeirri niðurstöðu að vænlegast væri að bólusetningin færi fram í skólunum. Þannig væri hægt að gera þetta hratt. Hins vegar hafi verið lagt til að skólahald verði fellt niður á bólusetningardegi á grundvelli persónuverndarsjónarmiða og bólusetning verði háð samþykki forsjáraðila.

Á fundi velferðarnefndar Alþingis á dögunum voru bólusetningar barna til umræðu og fram kom þar að börn á landsbyggðinni yrðu að líkindum bólusett á heilsugæslustöðvum

DV hefur heyrt þetta málefni rætt víða undanfarna daga og furða sig margir á því að þessi hugmynd hafi orðið ofan á. Það geti reynst börnum erfitt ef foreldrar þeirra þiggi ekki bólusetningu ef skólafélagar þeirra viti af því og geti það skapað neikvæðar félagslegar aðstæður. Hafa margir bent á að varla geti margt verið því til fyrirstöðu að bólusetja börnin í Laugardalshöll eða á Heilsugæslunni – þar með væri gætt betur að persónuvernd barnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun