fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Rússar ætla að setja eldflaugar upp í Evrópu og Asíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 08:00

Rússneskri eldflaug skotið á loft. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar segjast vera að undirbúa uppsetningu eldflauga í Evrópu og á Kyrrahafssvæði Asíu. Dmitrij Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði í gær að ekki sé annað að sjá en eldflaugakrísa sé óhjákvæmileg án nýrra afvopnunarsamninga.

Hann sagði að fella verði umræður um skammdrægar og millivegalengdadrægar eldflaugar inn í heildarumræður um öryggi og ekki kveða sérstaklega á um þær í framlengdum INF-samningi frá 1987. Hann sagði of erfitt að standa við ákvæði varðandi skammdrægar og millivegalengdadrægar eldflaugar ef þær séu ekki tengdar við heildarsamninga um öryggismál.

Eftir gerð INF-samningsins 1987 stóð út af borðinu að semja um skammdrægar og millivegalengdadrægar eldflaugar. Í samningnum var kveðið á um að Sovétríkin og Bandaríkin mættu ekki koma sér upp millivegalengdadrægum eldflaugum, sem geta borið kjarnaodda, í Evrópu. Síðan þá hefur þetta málefni staðið út af borðinu.

Vladimir Ermakov, háttsettur embættismaður í rússneska utanríkisráðuneytinu, sagði að sögn Reuters að Rússar telji að Bandaríkin séu að undirbúa uppsetningu skammdrægra og millivegalengdadrægra eldflauga í Evrópu og á Kyrrahafssvæði Asíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu