fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Björn Ingi harðorður í Silfrinu – „Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana“

Eyjan
Sunnudaginn 23. janúar 2022 12:26

Björn Ingi Hrafnsson hjá Viljanum. mynd/skjáskot RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að við verðum aðeins að ræða faraldurinn vegna þess að er mjög merkilegt sem er að gerast núna,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson hjá Viljanum sem var einn gesta Silfursins á RUV nú rétt fyrir hádegið: „Það er algjörlega verið að láta veiruna gossa hér upp á síðkastið og það getur enginn verið undrandi á þeirri þróun sem hefur átt sér stað, að smitin séu aðallega meðal barna og ungmenna vegna þess að það var bara tekin ákvörðun um það, að halda skólastarfinu opinu. Smitsjúkdómasérfræðingar segja í rauninni að það mætti allt annað vera opið, en ekki skólarnir, ef við ætluðum að stoppa veiruna.“

Björn Ingi benti á að nú væri komið þetta nýja afbrigði, ómíkron. „Þórólfur hefur alltaf sagt að það eigi að horfa á gögnin. Gögnin tala alveg sínu máli, það á bara að aflétta hér aðgerðum eins og annars staðar því við erum búin að taka hér tillit til Landspítalans í tvö ár, sem var alveg gífurlega mikilvægt og ekki hægt að horfa framhjá því, en við megum ekki gleyma því að vandi Landspítalans er ekki bara út af þessari veiru. Þórólfur var hér í haust að vara okkur við RS-vírus og inflúensu því hann hafði svo miklar áhyggjur af Landspítalanum og Landspítalinn er aðeins að ráða við verkefnið undanfarna daga vegna þess að það eru nokkur einkarekin fyrirtæki búin að loka sinni starfsemi og lána allt starfsfólkið. Einkarekin fyrirtæki sem hafa hálfpartinn verið lögð í einelti af heilbrigðisyfirvöldum undanfarin ár en síðan auðvitað þegar til kastanna kemur er þarna hámenntað og flott fólk sem við þurfum á að halda og við þurfum auðvitað núna, af því að við erum að tapa nokkrum milljörðum á dag út af þessu covid, en erum ekki tilbúin í að borga kannski einn, tvo, þrjá milljarða í aukabónus fyrir hjúkrunarfólkið okkar í hlífðarbúningunum, sem er óskiljanlegt,“ sagði Björn Ingi.

Þá finnst honum óboðlegt að Íslendingar séu áfram í þessari sömu stöðu. „Við erum með tíu manna hámark núna, það eru fleiri inn á vellinum í handboltaleikjunum sem við erum að horfa á, það eru fleiri á varamannabekknum, það eru 20 þúsund manns að horfa í Höllinni, við erum að horfa á fótboltaleiki þar sem eru 60 þúsund að horfa, bara í ensku knattspyrnunni, og við erum einhvern veginn föst á meðan smitin eru að grassera hjá börnum og unglingum,“ segir hann.

Björn Ingi var harðorður og sagði að aðgerðirnar nú séu ekki út af ómíkron heldur út af stöðunni á Landspítalanum. „Þær eru ekki út af hættu af þessu afbrigði. Guð forði okkur svo frá því að það komi ný afbrigði um páskana og við verðum ennþá að ferðast innanhúss.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi