fbpx
Laugardagur 26.nóvember 2022
Eyjan

Segir að stríðið sé tapað – „Við getum ekki lokað augunum og vonað að vandamálið hverfi“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 19. ágúst 2022 15:00

Lenya rún - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stríðið gegn vímuefnum er tapað. Það virðist ekki skipta máli hversu miklum peningum og starfskröftum við verjum í það, einhvern veginn standa vímuefnin alltaf upp sem sigurvegarinn.“

Svona hefst pistill sem Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, skrifar en pistillinn birtist á Vísi í dag með yfirskriftinni: „Stríðið er tapað“

Ástæðan fyrir skrifum Lenyu er sú að á dögunum fann lögreglan 100 kíló af kókaíni en fíkniefnasölumaður sagði að hans starfsstétt hefði litlar áhyggjur af því. „Það er alltaf nóg til af dópi,“ sagði fíkniefnasalinn í samtali við mbl.is eftir fundinn en Lenya veltir því fyrir sér hvort það sé einhver raunverulegur ávinningur af

„Það er eflaust góður vilji á bakvið það að ráðast í stórar og umfangsmiklar aðgerðir til að gera vímuefni upptæk. Vímuefni geta verið skaðleg og því auðvelt að sjá hvers vegna reynt er að minnka framboðið á þeim. Sú aðferð að verja takmörkuðum tíma og fjármunum lögreglunnar í slíkar aðgerðir virðist þó ekki skila árangri. Þið þurfið ekki að trúa mér fyrir því, lögreglan efast sjálf um það eins og heyra mátti í fréttum í gær,“ segir Lenya í pistlinum.

Þá segir hún að það þurfi að skoða aðrar aðferðir. „Það er galið að endurtaka sömu leiðina aftur og aftur en búast alltaf við annarri niðurstöðu. Með því að beina sjónum okkar að annars konar nálgun getur ríkið sparað töluvert fjármagn sem annars færi í þessar aðgerðir og hægt væri að nýta til að stuðla að meiri skaðaminnkun.“

„Hverju höfum við að tapa?“

Lenya segir að ef stjórnvöld viðurkenni að hvorki framboðið né eftirspurnin eftir vímuefnum er að fara að minnka á næstunni þá sé hægt að grípa til annarra aðgerða. „Fyrsta skrefið er afglæpavæðing. Með afglæpavæðingu er byrðunum létt af vímuefnaneytendum – neytendum sem eiga heima í heilbrigðiskerfinu en ekki refsivörslukerfinu,“ segir hún.

„Með afglæpavæðingu og skaðaminnkun að leiðarljósi verður hægt að stuðla að meiri fræðslu og forvörnum, í stað þess að nýta fjármagnið í að grípa til aðgerða sem hafa ekki nokkur áhrif á markaðinn. Leggja áherslu á að hjálpa fólki sem vill hætta neyslunni og koma í veg fyrir að fleiri verði háð til að byrja með. Þetta er nálgun sem hefur sannað gildi sitt víða um heim. Nálgunin sem íslensk stjórnvöld hafa hins vegar beitt er einfaldlega ekki að skila árangri.“

Hún segir að þess væri óskandi að vandinn væri ekki svona djúpstæður en að nú sé komið gott af afneitun, tími sé kominn til að grípa til aðgerða. „Það gerir ekki gott fyrir neinn, ekki neytendur, lögregluna né samfélagið, að halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum verið á hingað til,“ segir hún.

„Flest öll þekkjum við einhvern sem hefur neytt vímuefna, jafnvel verið háður vímuefnum. Þetta vandamál er ekki eins fjarlægt okkur og við höldum heldur er þetta alls staðar, á öllum stigum samfélagsins. Við getum ekki lokað augunum og vonað að vandamálið hverfi heldur þurfum við að sætta okkur við veruleikann og prófa nýja nálgun. Hverju höfum við að tapa?“

Bæði vímuefnaneytendum og skattgreiðendum til bóta að prófa nýja nálgun

Í samtali við DV segir Lenya að öll sjái vandann sem blasir við og að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til skili ekki neinum árangri. „Ég tel að það væri bæði vímuefnaneytendum og skattgreiðendum til bóta og hreinlega kurteisi að prófa nýja nálgun. Með því að afglæpavæða neysluskammta verður stuðlað að skaðaminnkun fyrir neytendur og sparnaði í fjármagni sem færi annars í að refsa neytendum,“ segir hún í samtali við blaðamann.

Á undanförnum árum hefur reglulega verið reynt að koma í gegn frumvarpi um afglæpavæðingu fíkniefna hér á landi. Þau hafa þó alltaf strandað og segir Lenya að það sé sorglegt.

„Við höfum haft fjölda tækifæra á síðustu árum til að fara aðra leið í þessum málum. Það er sorglegt að í stað þess að samþykkja frumvörp um afglæpavæðingu hafa ríkisstjórnir síðustu ára frekar viljað verja tíma og peningum í baráttu sem er ekki að virka og er ólíkleg til þess, sama hversu oft við prófum hana. Það er kominn tími á aðra nálgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Það er verið að hengja verkafólk fyrir hátekjufólk“ segir Stefán

„Það er verið að hengja verkafólk fyrir hátekjufólk“ segir Stefán
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Þessi frasi dómsmálaráðherra um stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi er hálfgerður brandari“

„Þessi frasi dómsmálaráðherra um stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi er hálfgerður brandari“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afstaða landsmanna til flóttafólks harðnar

Afstaða landsmanna til flóttafólks harðnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hæstiréttur Nýja-Sjálands segir það mismunun að kosningaaldurinn sé bundin við 18 ár

Hæstiréttur Nýja-Sjálands segir það mismunun að kosningaaldurinn sé bundin við 18 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Seðlabankanum að hætta þessum blekkingum

Segir Seðlabankanum að hætta þessum blekkingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Meirihlutinn í borginni felldi tillögu um að fresta eigin launahækkunum – Sparnaðurinn hefði verið 29 milljónir

Meirihlutinn í borginni felldi tillögu um að fresta eigin launahækkunum – Sparnaðurinn hefði verið 29 milljónir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilju saknað úr þingsal og deilt um hverjir séu sorglegir -„Svo fráleitt að manni bara fallast hendur hér á Alþingi“

Lilju saknað úr þingsal og deilt um hverjir séu sorglegir -„Svo fráleitt að manni bara fallast hendur hér á Alþingi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hörð orðaskipti á Alþingi og Bjarni byrstir sig -„Þetta fólk myndi aldrei fá traust frá mér. Aldrei nokkurn tímann!“

Hörð orðaskipti á Alþingi og Bjarni byrstir sig -„Þetta fólk myndi aldrei fá traust frá mér. Aldrei nokkurn tímann!“