fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Eyjan

Svanborg tekur við sem framkvæmdastjóri Viðreisnar

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Viðreisnar hefur ráðið Svanborgu Sigmarsdóttur sem framkvæmdastjóra Viðreisnar frá og með 1. ágúst 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn. Svanborg, sem er stjórnmálafræðingur að mennt, hefur frá árinu 2019 starfað sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Viðreisnar og verkefnastjóri sveitarstjórnarmála. Þar áður starfaði hún hjá Ríkisendurskoðun, Umboðsmanni skuldara, Varnarmálastofnun, á Fréttablaðinu, AFP og kenndi stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst.

„Undanfarin þrjú ár hef ég fengið að kynnast hversu stórkostlegur kraftur býr í Viðreisn og því magnaða fólki sem er í flokknum. Verkefnið fram undan er að virkja þann kraft enn betur, samfélaginu til heilla,“ segir Svanborg.

Jenný Guðrún Jónsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri hefur snúið sér að öðrum verkefnum og færir stjórn henni sínar bestu þakkir fyrir samstarfið í gegnum tíðina, um leið og hennar er óskað heilla í öllu því sem hún mun taka sér fyrir hendur.

„Við hlökkum til komandi tíma með Svanborgu sem framkvæmdastjóra en hún hefur svo sannarlega sannað gildi sitt í störfum fyrir flokkinn okkar. Réttsýni, elja og dugnaður hafa einkennt öll hennar störf, líkt og hjá forverum hennar í stöðu framkvæmdastjóra. Fram undan eru mörg mikilvæg og brýn verkefni. Þar er mikilverðast að halda áfram að efla flokkinn okkar til að baráttan fyrir frjálslyndara samfélagi og réttlátum breytingum nái fram að ganga,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross