fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ritdeilur á síðum Fréttablaðsins leiða til kæru til siðanefndar

Eyjan
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 12:25

Þórólfur Matthíasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Leós­son, end­ur­skoð­and, hyggst kæra Þórólf Matth­í­as­son hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, til siða­nefndar skólans. Ástæðan er ritdeila þeirra á milli sem átt hefur sér stað á síðum Frétta­blaðs­ins undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í grein Birkis í Fréttablaðinu í dag.

Í greininni segir Birkir að hann hafi ákveðið að kæra Þórólf til siða­nefnd­ar­innar þar sem það sé „ó­líð­andi að pró­fessor á háum launum af skatt­fé saki aðra opin­ber­­lega að til­­efn­is­­lausu um fjár­­svik, önnur lög­­brot, van­hæfni, geri mönnum upp skoð­an­ir, hafi rangt eftir mönn­um, haldi í­trekað fram ó­sann­indum o.s.frv.“ og segir Birkir að með slíkri fram­göngu skaði Þórólfur orð­­spor há­­skól­ans.

Kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfyrirtækinu Vísi fyrr á dögunum vöktu mikið umtal. Í kjölfar þeirra geystist Þórólfur fram á ritvöllinn og skrifaði grein sem birtist þann 15. júlí í Fréttablaðinu. Þar varpar hann fram þeirri skoðun sinni að eignir Vísis hafi verið gróflega vanmetnar í fyrri efnahagsreikningum og að endurskoðendur fyrirtækisins hafi staðfest ársreikninga sem væru hreinn skáldskapur.

Benti Þórólfur á að þrátt fyr­ir að eigið fé Vís­is hafi numið 6,8 millj­örðum króna í lok árs 2020 sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi hafi það nú verið selt á ríf­lega 20 millj­arða sem þýðir að eigið féið hafi verið vametið um rúma 13 milljarða. Leiddi hann jafn­framt lík­um að því að skekkj­an hafi verið til kom­in vegna af­slátt­ar af veiðigjöld­um sem fyr­ir­tækið fékk.

Birkir svaraði Þórólfi í aðsendri grein í Fréttablaðið fyrir rúmri viku sem kallaði á annað harðort svar frá hagfræðiprófessornum þar sem hann ýjaði að því  Birkir hefði gerst sekur um lögbrot með því að staðfest rangan ársreikning.

Við þessi svigurmæli getur Birkir ekki unað og lýsir því yfir í áðurnefndri grein sem birtist í Fréttablaði dagsins að hann hyggist leggja fram kæru til siðanefndar.

Segir Birkir að Þórólfur hafi mistúlkað orð sín og ítrekað haldið fram ósannindum í grein sinni. Að hans sögn séu endurskoðandi ekki óskeikulir frekar en aðrir menn, ekki einu sinni hag­fræði­prófessorar, og að auðvelt sé að finna dæmi um það.

Hinsvegar sé honum ekki kunnugt um að að endur­skoðandi ís­lensks sjávar­út­vegs­fé­lags hafi verið dæmdur fyrir mis­gjörðir við endur­skoðun þess né að árs­reikninga­skrá hafi gert at­huga­semdir við með­ferð á afla­heimildum í efna­hags­reikningum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki