fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Eyjan

Segir kaup ríkissjóðs á hluta höfuðstöðva Landsbankans vera í uppnámi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 09:00

Landsbankareiturinn við Austurhöfn. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirhugað var að ríkissjóður myndi kaupa um sex þúsund fermetra skrifstofurými í norðurhúsi nýja Landsbankans við Austurhöfn en nú eru þessar fyrirætlanir komnar í strand. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

Segist blaðið hafa heimildir fyrir þessu. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, vildi ekki tjá sig um samningaviðræður við ríkissjóð um kaup á norðurhúsinu.

Utanríkisráðuneytið átti að flytja starfsemi sína að stærstum hluta í húsið og hugsanlega annað minna ráðuneyti.

Það eru forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið sem fara með málið fyrir hönd ríkissjóðs og eru ráðuneytin ekki sögð sammála um þessi kaup.

Landsbankinn er ekki sagður hafa fengið önnur kauptilboð í húsnæðið en um rúmlega þriðjung flatarmáls nýbyggingarinnar er að ræða.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

America First draumur Trump keyrir áfram af fullum krafti

America First draumur Trump keyrir áfram af fullum krafti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Samherja vill verða varaformaður

Orðið á götunni: Þingmaður Samherja vill verða varaformaður