fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Eyjan

Gunnar Smári vill sameiningar á höfuðborgarsvæðinu – „Það þarf að skrúfa niður skammarlega sjálftöku þeirra sem komist hafa til valda“

Eyjan
Mánudaginn 6. júní 2022 12:33

Gunnar Smári Egilsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, segir að tími sé komin til að breyta núverandi stjórnkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Í aðsendri grein á Vísi segir hann núverandi kerfi vera ólýðræðislegt og óhagkvæmt.

„Fyrir utan að vera með sex bæjarstjóra, sex bæjarstjórnir, sex skipulagsráð og sex velferðarráð þá er félagslegt húsnæði rekið í sex einingum, það eru sex fjármálaskrifstofur, sex deildir sem sjá um umsýslu fasteigna o.s.frv. Þessi kerfi vefjast utan um smákóngaveldi sem eru gróðrarstía spillingar. Sem birtist t.d. í því að þessir sex bæjarstjórar eru hver um sig betur launaðir en borgarstjórar stærstu borga heims,“ skrifar Gunnar Smári.

Hann telur að skoða ætti þá hugmynd að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt. Gallinn á því fyrirkomulagi er að lýðræðið myndi færast fjær almenningi og erfiðara væri fyrir fólk að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Að mati Gunnars Smára mætti leysa það með því að búa til smærri stjórnsýslueiningar innan kerfisins, einskonar hverfum, sem myndu mögulega skipast upp með eftirfarandi hætti:

„Á höfuðborgarsvæðinu mætti hafa sex slíkar einingar eða umdæmi. 1. Vesturbær, Miðbær og Seltjarnarnes gæti verið eitt slíkt umdæmi, t.d. vestan Lönguhlíðar. 2. Næsta umdæmi væri þá austurborg Reykjavíkur frá Lönguhlíð að Elliðaám. 3. Þriðja umdæmið væri svæðið austan Elliðaáa og norðan Suðurlandsvegar (Grafarvogur, Grafarholt, Úlfarsárdalur, Mosfellsbær og Kjalarnes). 4. Það fjórða Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt. 5. Það fimmta Kópavogur. 6. Og það sjötta Garðabær og Hafnarfjörður. Í svona kerfi væri stærsta umdæmið (Hafnarfjörður og Garðabær) 34% fjölmennara en það fámennasta (Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt). Það er vel innan marka sem tíðkast í borgum á Norðurlöndum,“ skrifar Gunnar Smári.

Að hans mati þurfa sveitarstjórnarmálin á höfuðborgarsvæðinu nauðsynlega endurnýjun. „Það þarf að skrúfa niður skammarlega sjálftöku þeirra sem komist hafa til valda innan þeirra. Formbreytingar laga ekki siðferði í sjálfu sér, en þær geta verið til hjálpar. Stundum er gott að byrja einfaldlega upp á nýtt,“ skrifar Gunnar Smári.

Lesa má grein hans í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug hjólar í borgarstjórn – „Þetta er alvarlegt mál og hefur bein áhrif á lífsgæði fólks í borginni“

Áslaug hjólar í borgarstjórn – „Þetta er alvarlegt mál og hefur bein áhrif á lífsgæði fólks í borginni“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halldór Benjamín vill að ríkið haldi sig frá kjaraviðræðum þar til á lokasprettinum

Halldór Benjamín vill að ríkið haldi sig frá kjaraviðræðum þar til á lokasprettinum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“

Húsleit á heimil Donald Trump – „Árás af þessu tagi á sér aðeins stað í eyðilögðum þriðja heims ríkjum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óbærileg spenna á Ólympíumótinu

Óbærileg spenna á Ólympíumótinu