fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sólveig Anna afþakkar „krókódílatár“ – „Við erum fullfær um að reka félagið okkar“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 3. júní 2022 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur birt upplýsingar um greiðslu sjúkradagpeninga frá Eflingu þennan mánuðinn. Það taldi hún nauðsynlegt að gera vegna umræðunnar í athugasemdakerfum á samfélagsmiðlum.

Hún vekur athygli á þessu á Facebook.

„31. maí greiddi Efling sjúkradagpeninga til 185 félagsmanna upp á samtals 70.726.229 krónur. Almennir styrkir voru greiddur til 429 félagsmanna upp á samtals 9.397.822 krónur.“

Sólveig Anna skýrir svo hvers vegna hún sé að birta þessar upplýsingar og segir að líklega þyki það undarlegt að formaður í verkalýðsfélagi geri slíkt í færslu á Facebook.

„Það er kannski undarlegt að formaður í verkalýðsfélagi birti færslu eins og þessa. En ég geri það vegna þess að enn fer hópur fólks um samfélagsmiðla skrifandi athugasemdir sem opinbera örvæntingarfulla þrá þeirra í að mér og félögum mínum í stjórn Eflingar mistakist verkefnið sem við þó fengum afdráttarlaust umboð félagsfólks til að sinna:

Að stýra félaginu, móta stefnu, innleiða breytingar og leiða Eflingu áfram í átt að sigrum í efnahagslegri réttlætisbaráttu verka og láglaunafólks.“

Sólveig segist vona að gagnrýnendur hennar fari að finna smá „sálarfrið“ og hætti að hafa áhyggjur af velferðar félagsfólks Eflingar, enda þurfi félagsfólk ekki slík „krókódílatár“.

„Ég vona að þau sem þola ekki að sjá verka og láglaunafólk ná árangri fari að finna smá sálarfrið og hætti að þykjast hafa áhyggjur af velferð félagsfólks Eflingar. Við viljum ekki sjá ykkar krókódílstár. Við erum fullfær um að reka félagið okkar. Og það er kominn tími að öll viðurkenni þá augljósu staðreynd.“

Málefni Eflingar hafa verið áberandi í umræðunni síðustu mánuði, einkum eftir hópuppsögn þar sem öllu starfsfólki skrifstofunnar var sagt upp. Töldu margir að félagið yrði óstarfhæft eftir uppsagnirnar, en líkt og fram kemur hér að ofan, þá virðast þær áhyggjur hafa verið óþarfar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar