fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Dagur fagnar fullnaðarsigri höfuðborgarinnar í glímu við verktakafyrirtæki

Eyjan
Miðvikudaginn 1. júní 2022 16:43

Dagur B Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fagnar á Facebook-síðu sinni fullnaðarsigri Reykjavíkurborgar í mikilvægu dómsmáli. Tilefnið er að Hæstiréttur felldi fyrr í dag dóm þar sem staðfestar voru heimildir borgarinnar til að gera samninga við byggingaraðila um þátttöku í innviðakostnaði en í samningunum fólst einnig forkaupsréttur borgarinnar á félagslegum íbúðum auk ákvæðis um hlutfall leiguíbúða á nýjum byggingarsvæðum.

„Samtök iðnaðarins hafa undanfarin misseri og ár haft uppi stór orð um þessa samninga og staðið á bak við málssóknir á öllum dómsstigum – og hafði borgin alls staðar sigur: í Héraðsdómi, Landsrétti og nú Hæstarétti,“ segir Dagur.

Afar mikið hafi því verið undir í þessum dómsmálum að mati borgarstjóra.

„Umræddir samningar hafa verið lykilverkfæri við að endurskipuleggja gömul athafnasvæði í Vogabyggð og Ártúnshöfða og þéttingarreiti mun víðar, fjölga félagslegum íbúðum um alla borg, tryggja félagslega blöndun á eftirsóttum byggingarsvæðum og auka gæði í hinu byggða umhverfi. Ég vil sérstaklega hrósa öllum sem hafa komið að málum þessum af borgarinnar hálfu.

Því viðhorfi að verktakar ættu að geta hirt allan gróðan af umbreytingu borgarinnar en skilið kostnaðinn við endurnýjun hverfanna eftir hjá samfélaginu hefur algerlega verið hafnað. Um leið liggur fyrir að sveitarfélög geta með samningum stuðlað að fjölgun félagslegra íbúða og félagslegri blöndun að fordæmi Reykjavíkur. Það er sannarlega í þágu betra samfélags og almannahagsmuna. Þetta er mikið fagnaðarefni,“ skrifar Dagur sigri hrósandi.

Hér má lesa dóm Hæstaréttar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki