fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Stefanía spyr hvenær konur fái „bara að vera í friði“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 23. maí 2022 16:30

Mynd/Kvenréttindafélag Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að kona fái að ráða yfir sínum líkama er sumum framandi hugmynd. Enn eru til menn í þessum heimi sem telja það rétt sinn að stunda mök við konur án þeirra samþykkis. Það eru enn til menn sem telja það líka rétt sinn að ákveða hvort kona gangi með barn eða ekki. Það eru enn til menn sem vilja setja lög um líkama kvenna.“

Svona hefst pistill sem Stefanía Sigurðardóttir, stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands, skrifar en pistillinn birtist á Vísi í dag. Í pistlinum vekur Stefanía athygli á nýlegri afturþróun kvenfrelsis í Bandaríkjunum í kjölfar væntanlegs viðsnúnings á Roe v. Wade löggjöfinni í Bandaríkjunum. Löggjöfin staðfesti rétt kvenna til þungunarrofs þar í landi.

„Það er ekki langt síðan að við þurftum að berjast hér á Íslandi fyrir þeim rétti að ráða yfir okkar eigin líkama. Löggjöf um þungunarof fór í gegnum Alþingi en þar voru meira að segja ráðherrar í ríkisstjórn, nokkrir formenn stjórnmálaflokka sem kusu gegn því að konur hafi rétt yfir sínum eigin líkama.“

„Það mætti kannski segja þessum körlum að enginn fer í þungunarrof fyrir getnað“

Stefanía segir frá nýlegri löggjöf í Oklahoma-fylki sem er sú strangasta í Bandaríkjunum þegar kemur að skerðingu á réttindum kvenna. Svo bætir hún við að þessi þróun mála vestur í heimi sýni að þær aðstæður sem við búum við á Íslandi í dag séu ekki sjálfsagðar og að „það þurfti bara að kjósa einn hræðilegan forseta“ og staðan gjörbreyttist.

„Lögin verða þess eðlis að það er bannað að fara í þungunarrof eftir getnað. Þungunarof er leyft ef konu er nauðgað eða ef um barnaníð sé að ræða en bara, athugið bara ef það er kært til lögreglu. Kona eða barn sem sagt þarf ekki bara að taka ákvörðun um hvort hún fari í þungunarof heldur þarf hún líka að kæra líklega einhvern nákominn.“

„Við verðum að muna að allir þeir sem vinna gegn konum eru ekki gamlir karlar með heygafla.“

Að sögn Stefaníu þarf einnig að hafa í huga að þeir sem eru að skerða réttindi kvenna eru ekki reiðir, gamlir karlar með heygafla heldur að mestu leyti vel greiddir, jakkafataklæddir þjóðfulltrúar. Þá vekur hún athygli að í Oklahoma-fylki sé meira að segja safn til að hylla kvenkyns frumkvöðlum.

„Mikið vildi ég að þau myndu muna að hafa þessar konur í huga þegar þau banna konum að fara í þungunarrof þó þær vilji ekki ganga með barn.“

Stefanía botnar pistilinn með því að bera saman stöðu mála hér á Íslandi og hvernig hún gæti alltaf breyst til hins verra.

„Við fögnum því ítrekað að vera í fyrsta sæti í jafnrétti í heiminum. En þýðir það að allt sé bara frábært hér? Nei svo sannarlega ekki. Á Íslandi er enn kynbundið ofbeldi, kynbundinn launamunur og byrði kvenna í samfélaginu er langt frá því að vera sú sama og karla. Við erum í fyrsta sæti því hin eru ekki góð í jafnrétti, við erum bara aðeins betri í því.“

Þá bendir hún á að ef við pössum okkur ekki til dæmis þegar við kjósum fulltrúa okkar í kosningum gæti allt farið á versta veg.

„Framtíð okkar gæti verið sá raunveruleiki sem blasir við konum í Oklahoma eða í Bandaríkjunum ef við vöndum okkur ekki við val á fulltrúum okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki