fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Eyjan

Perla er nýr framkvæmdastjóri Eflingar – „Það eru mörg verðug verkefni sem bíða mín“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 23. maí 2022 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Perla Ösp Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að stjórn Eflingar hafi samþykkt ráðninguna.

Perla var áður framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum í 11 ár og þar á undan starfaði hún sem greinandi hjá Seðlabankanum og gegndi samhliða störfum fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði orsakir fjármálahrunið 2008.

Perla er bakkaljár í viðskiptafræði og meistari í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilkynningu segir:

„Í starfi sínu sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Landsbankanum stýrði perla teymi starfsmanna af svipaðri stærð og skrifstofa Eflingar. Perla leiddi og tók þátt í fjölmörgum umbreytingar- og stefnumótunarverkefnum bæði innan áhættustýringar og fyrir bankann í heild. Gerð fjárhags- og viðskiptaáætlunar bankans var lykilþáttur í starfi Perlu í góðu samstarfi við önnur svið bankans.“

Perla hefur brennandi áhuga á umbótum, góðum stjórnarháttum og stefnumótun. Hún mun hefja störf 1. júní og segir í tilkynningu að hennar bíði veigamikil og spennandi verkefni í stefnumótun og eftirfylgni í tengslum við skipulagsbreytingarnar sem Efling hóf í apríl síðastliðnum.

„Ég lýsi mikilli ánægju með þessa ráðningu. Við leituðum að framkvæmdastjóra sem getur ábyrgst góða stjórnarhætti, leitt vandaða áætlunargerð um reksturinn og átt gott samstarf við stjórn og starfsmenn. Það er ljóst að Perla Ösp hefur afburðar færni og reynslu í þessum atriðum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í tilkynningu.

„Ég þakka það traust sem mér er sýnt gagnvart því mikilvæga verkefni að taka við skrifstofu Eflingar-stéttarfélags eftir róstusama tíma. Það eru mörg verðug verkefni sem bíða mín og þess teymis sem mun manna skrifstofuna. Ég treysti því að þekking mín og reynsla frá Landsbankanum muni styrkja Eflingu og hlakka til farsælla samskipta við stjórn og samstarfsfólk,“ er haft eftir Perlu Ösp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“