Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að þreifingar séu hafnar um meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar, Framsóknar og Pírata.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna, er sögð hafa rætt við forystumenn annarra flokka um mögulegt meirihlutasamstarf. Er sagt að hún útiloki ekkert í þeim efnum.
Blaðið segir að allt sé þetta mjög skammt á veg komið og aðallega hafi verið skipst á hugmyndum um meirihlutakosti en einnig hafi ólíkar hugmyndir um borgarstjóraembættið verið kynntar.
Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík en fylgi flokksins sexfaldaðist frá síðustu kosningum. Hann fékk 18,7% atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Hefur fylgi flokksins aldrei verið svo mikið í borginni.