fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar samþykktur – „Vitnisburður um stefnu sem hefur beðið skipbrot“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 18:18

Mynd: Fréttablaðið/Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar var samþykktur á bæjarstjórnarfundi í dag. Reikningurinn sýnir halla á A-hluta rekstrarins fyrir árið 2021 upp á 566 milljónir króna.

Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista, gerði bókun við reikninginn á fundinum. Segir hann ársreikninginn sýna stefnu sem hafi beðið skipbrot. Hugmyndin um Seltjarnarnes sem lágskattaparadís sé nú komin að andláti. Mikill vandræðagangur ríki við uppbyggingu grunnþjónustu og framlög á hvern grunnskólanemanda fari sífellt lækkandi. Bókunin er eftirfarandi:

„Ársreikningurinn sem hér er samþykktur í dag er vitnisburður um stefnu sem beðið hefur skipbrot. Tæplega hálfrar aldar gamla stefnu, sem þjónaði bæjarfélagi okkar vel fyrstu áratugina en liggur nú í fjörugrjóti tímans á meðan aldan skolar brotum hennar á haf út. Hugmyndin um Seltjarnarnes sem lágskattasveitarfélag var skynsamleg á meðan hingað þurfti að sækja athafnasamt fólk til að byggja sér framtíðarheimili. Hús bæjarins og fjölskyldurnar sem búa hér kynslóð eftir kynslóð bera þessari stefnu gott vitni.

En þessi ársreikningur og þeir sex sem koma á undan vitna um tímabært andlát skattaparadísar Sjálfstæðisflokksins. 1.540 milljón króna halli á A hluta vitnar um þetta andlát. Sífellt lægri framlög á hvern nemanda í grunnskólanum vitnar um þetta, vandræðagangur við uppbyggingu sjálfsögðustu grunnþjónustu vitnar enn fremur um andlát hugmyndarinnar um Seltjarnarnes sem skattaparadís.

Allt í kringum okkur sjáum við vitnisburð um að fólkið, sem setið hefur í meirihluta þessa sveitarfélags óslitið í 72 ár, er lens þegar kemur að því að byggja samfélagið okkar upp til framtíðar. Hér sitja þau og reyna að telja bæjarbúum trú um að 566 milljón króna halli – ja, það sé nú bara býsna góður árangur! Og eins og það sé ekki nóg, tromma þau upp með stefnu til næstu fjögurra ára sem byggist á því að auka útgjöld verulega á sama tíma og þau ætla að lækka tekjur um að minnsta kosti 100 milljónir á ári. Eftir að hafa tapað heilli milljón fyrri hverja fjölskyldu sem býr á Nesinu. Börn í fimmta bekk grunnskólans hafa lært nógu mikið í reikningi til að sjá að þetta gengur ekki upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast