fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Helgi Áss vill gera minnisvarða um brostin loforð á Kjalarnesi að raunveruleika

Eyjan
Föstudaginn 6. maí 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík segir að Kjalnesingjar hafi verið sviknir. Reykjavíkurborg hafi lofað öllu fögur við sameiningu sveitarfélaganna á sínum tíma, en ekkert hafi orðið að efndum. Því sé ekki að furða að Kjalnesingar hafi í íbúakosningum árið 2019 veit flest atkvæði sín tillögunni „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar.“ Helgi Áss telur að réttast væri að reisa nú þennan minnisvarða og virða þar með vilja íbúa. Hann ritar um þetta í pistli sem birtist hjá Vísi.

Helgi rekur að í gær hafi verið haldinn íbúafundur á Kjalarnesi þar sem íbúar gátu beint spurningum til tíu fulltrúa einstakra framboða í borgarstjórnakosningunum.

„Með fullri virðingu fyrir umræðum gærkvöldsins get ég ímyndað mér að fyrir marga fundargesti hafi fundurinn verið endurtekning á mörgum öðrum sambærilegum fundum í gegnum árin. Ástæðan er einföld, flestir frambjóðendur töluðu fallega um framtíðarmöguleika Kjalarness og samhliða því gáfu þeir út loforð um hvernig hrinda mætti þeim möguleikum í framkvæmd. 

Eini vandinn við þessa endurteknu atburðarrás er lítið sem ekkert hefur gerst í veigamiklum málefnum Kjalarness síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum í júní 1997.“ 

Helgi segir að Kjalarnes hafi við sameininguna lagt fram stærra land en Reykjavík þrátt fyrir að íbúar hafi þá verið 506 á meðan Reykvíkingar voru ríflega hundrað þúsund. Engu að síðru hafi nánast engin uppbygging átt sér stað á Kjalarnesi, þrátt fyrir loforð þar um.

Helgi telur ekki vænlegt að frambjóðendur Samfylkingar og Pírata hafi á fundinum í gær haldið áfram að gefa loforð, það sem þurfi nú sé að framkvæma.

Kjalnesingjar hafi einnig verið sviknir um Sundabrautina.

„Að mínu mati hefur Samfylkingin í raun og veru aldrei viljað beita skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar til að liðka fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika, sem dæmi hefur núverandi borgarstjórn á þessu kjörtímabili staðið fyrir uppbyggingu á Gufunesi sem skerðir möguleika á að vegastæði Sundabrautar sé sem hagfelldast. Svo sem stjórnmálamanna er siður, þá vísa þeir ábyrgðinni á skorti á Sundabrautinni, hver á annan. Á meðan sitja Kjalnesingjar uppi með brostin loforð.“ 

Líkt og áður segir hafi Kjalnesingar mótmælt þessu með óbeinum hætti þegar þeir árið 2019 kusu með tillögunin „minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“ í íbúakosningum. Samkvæmt þeirri tillögu hafi átt að reisa minnisvarða sem líkti eftir riti, bláu bókinni, sem var gefið út í tengslum við sameiningu sveitarfélaganna.

„Þrátt fyrir fagurgala um íbúalýðræði þá settu núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar tillöguna ofan í skúffu og hefur hún verið í bið síðan í júní 2020. 

Eftir að hafa mætt á tvo íbúafundi í Kjalarnesi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor og rætt við ófáa Kjalnesinga, þá held ég bara að best sé að reisa áðurnefnt minnismerki og virða vilja íbúa.

Nú, eða þá bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“