fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Tveir þriðju hlutar Bandaríkjamanna segjast ætla að styðja stjórnmálamenn sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 18:30

Hæstiréttur Bandaríkjanna. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá í gær virðist sem Hæstiréttur Bandaríkjanna muni fella niðurstöðu réttarins frá 1973 í hinu svokallaða Roe vs Wade máli úr gildi. Sú niðurstaða veitti konum um allt landið rétt til að gangast undir þungunarrof. Í drögum að niðurstöðu réttarins, sem fjölmiðlar hafa komist yfir, kemur fram að ríkjunum verði veittar frjálsar hendur með löggjöf varðandi þungunarrof. Þetta fer vel í íhaldsmenn úr röðum Repúblikana sem vilja herða reglur um þungunarrof og hafa unnið að því hörðum höndum í mörgum ríkjum síðustu árin.

En hvað varðar almenningsálitið þá eru tæplega tveir þriðju Bandaríkjamanna líklegri til að styðja stjórnmálamenn, sem bjóða sig fram í þingkosningunum í nóvember, sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs. Sky News skýrir frá þessu.

Fram kemur að 988 kjósendur hafi verið spurðir út í þetta. 41% þeirra sögðust telja að Bandaríkin verði verra land til að búa í ef Hæstiréttur snýr dómnum frá 1973 við.

Eftir að fjölmiðlar birtu fréttir af drögunum að niðurstöðu Hæstaréttar í málinu hitnaði mjög í kolunum hjá fylgjendum þungunarrofs og hjá þeim sem vilja banna þungunarrof. Drögin voru skrifuð af Samuel Alito, dómara, og í þeim segir að niðurstaðan frá 1973 hafi verið „hræðilega röng frá upphafi“.

Joe Biden, forseti, sagði í gær að þessi væntanlega niðurstaða Hæstaréttar væri „róttæk“ og Demókratar á bandaríska þinginu og þingum einstakra ríkja hófust strax handa við að undirbúa viðbrögð til að verja rétt kvenna til þungunarrofs en hann hafa þær haft í tæpa hálfa öld.

Biden sagði að réttur kvenna til að taka ákvörðun sé grundvallarréttur. Niðurstaða Hæstaréttar frá 1973 hafi verið lög í tæpa hálfa öld og grundvallarsanngirni og lagalegt jafnvægi krefjist þess að niðurstöðunni verði ekki snúið við.

Kamala Harris, varaforseti, hafði ekki mörg orð um málið og sagði aðeins: „Hvernig dirfast þeir?“

Nokkrum klukkustundum eftir að skýrt var frá málinu var birt niðurstaða úr könnun Reuters/Ipsos um málið. Bendir hún til að það geti haft pólitískar afleiðingar. Niðurstaðan bendir til að 63% svarenda muni frekar styðja frambjóðendur sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs í kosningunum í nóvember. Hjá Demókrötum er hlutfallið 78% en 49% hjá Repúblikönum. Kosningarnar í nóvember munu skera úr um hvor flokkurinn verður í meirihluta á þingi næstu tvö árin.

Hvað varðar afstöðu Bandaríkjamanna til þungunarrofs sögðu 52% svarenda að það eigi að vera löglegt í öllum eða nær öllum tilfellum. 40% sögðu að það eigi að vera ólöglegt í öllum eða nær öllum tilfellum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“

Tekist á í Kastljósi – „Einari er kannski vorkunn að koma svona nýr inn og láta teyma sig svolítið af gömlum meirihluta“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða

Ný borgarstjórn tekur til starfa – Þetta eru formenn ráða