fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Ný könnun – Borgarstjórnarmeirihlutinn heldur velli – Sjálfstæðisflokkurinn tapar 3 borgarfulltrúum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2022 09:00

Frá fundi borgarstjórnar. mynd/reykjavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn tapar þremur borgarfulltrúum samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Framsóknarflokkurinn myndi fá þessa þrjá fulltrúa. Borgarstjórnarmeirihlutinn heldur velli miðað við niðurstöður könnunarinnar og flestir vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram í borgarstjórastólnum.

Framsóknarflokkurinn mælist með 12,4% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn með 19,4% og hefur fylgi flokksins ekki mælst lægra í könnunum Prósents allt kjörtímabilið. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 23,3% sem er aðeins minna en í síðustu kosningum. Flokkurinn myndi tapa einum borgarfulltrúa ef þetta verður niðurstaða kosninganna. Viðreisn tapar einnig einum borgarfulltrúa en Píratar bæta við sig tveimur. Meirihlutinn myndi því halda velli ef niðurstöður kosninganna verða í samræmi við niðurstöður könnunarinnar.

Um 30% aðspurðra sögðust vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram sem borgarstjóra. 19% nefndu Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 13% nefndu Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknarflokksins.

Nánar er hægt að lesa um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun