fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Eyjan

Rússneskt herlið inn í Úkraínu – SÞ segja að Rússar hafi brotið gegn fullveldi Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 04:42

Rússnesksinnaðir Úkraínumenn fagna Rússum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, tilkynnti í gærkvöldi að hann hafi viðurkennt héruðin Donetsk og Lugansk sem sjálfstæð. Með það að yfirskini voru rússneskar hersveitir sendar inn í héruðin í nótt undir þeim formerkjum að um friðargæslulið væri að ræða.

Fréttamaður Reuters segir að ómerktir herbílar og skriðdrekar hafi sést í Donetsk í nótt. Pútín skipaði varnarmálaráðuneytinu að senda hermenn til héraðanna tveggja í nótt til að sinna friðargæslu að hans sögn. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundi öryggisráðsins, sem var boðað til neyðarfundar vegna málsins, að fyrirsláttur Rússa um „friðargæslulið“ væri ekkert annað en hlægilegur. „Hann (Pútín, innsk. blaðamanns) kallar þetta friðargæslulið en við vitum hvað þetta er í raun,“ sagði hún.

Með því að viðurkenna sjálfstæði Donetks og Lugansk hafa Rússar tryggt sér rétt til að reisa herstöðvar í héruðunum. Þetta kemur fram í samningi sem Pútín skrifaði undir við yfirlýsta leiðtoga héraðanna. Samkvæmt honum heita samningsaðilar því að verja hver annan og eiga samstarf á hernaðarsviðinu.

Vesturlönd hafa fordæmt aðgerðir Rússa og Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði í nótt að Rússar hafi brotið gegn fullveldi Úkraínu með því að viðurkenna sjálfstæði héraðanna tveggja.

Kínverjar hafa hvatt deiluaðila til að sýna stillingu og til að leysa málið eftir diplómatískum leiðum.

ESB, Bandaríkin og Bretland tilkynna um refsiaðgerðir gegn Rússlandi í dag vegna atburða gærkvöldsins og næturinnar.

Volodimir Zelenskij, forseti Úkraínu, sagði í ræðu í nótt að þjóðin hafi ekki hugsað sér að láta Donetsk og Lugansk af hendi og sé einbeitt í að fara friðsama og diplómatíska leið og muni eingöngu fylgja þeirri leið. „Við erum ekki hrædd við neinn eða neitt. Við skuldum engum neitt og við látum ekki neitt af hendi,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“