fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Slæmar fréttir frá Úkraínu í nótt – Er þetta átylla Rússa til innrásar?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 05:56

Úkraínskur hermaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu sökuðu í morgun úkraínskar hersveitir um að hafa skotið á þá með vélbyssum og sprengjuvörpum. Rússneska ríkisfréttastofan Ria skýrði frá þessu að sögn Reuters.

Engar fréttir hafa borist af mannfalli og Úkraínumenn hafa ekki staðfest þessar fréttir.

Það má velta fyrir sér hvort tímasetning þessara ásakana sé tilviljun ein því Rússar hafa stefnt miklu herliði að úkraínsku landamærunum og óttast Vesturlönd að þeir ætli að ráðast á Úkraínu. Þessu hafa Rússar neitað og hafa sagt síðustu daga að nú séu þeir byrjaðir að fækka í herliði sínu við landamærin. Þetta segja bandarísk stjórnvöld að sé ekki rétt og að hið rétta sé að Rússar hafi í raun fjölgað um 7.000 hermenn í liði sínu við landamærin.

Eins og fyrr sagði hafa Rússar alla tíð neitað að hafa í hyggju að ráðast á Úkraínu en Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur hins vegar ekki gefið neina skýringu á af hverju á annað hundrað þúsund hermönnum hefur verið stefnt að landamærunum.

Bandarísk stjórnvöld hafa varað við því að Rússar muni sjálfir setja á svið atburðarás til að réttlæta innrás í Úkraínu og þar á meðal gæti verið átök á þeim svæðum sem uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Rússa, stjórna í austurhluta Úkraínu. Tíðindi næturinnar vekja því upp spurningar um hvort nú sé komið það tilefni sem Rússar telja sig þurfa til að ráðast á Úkraínu, óháð því hvort Úkraínumenn hafi í raun skotið á svæði uppreisnarmanna eða hvort það sé bara uppspuni einn frá Rússum. Einnig er rétt að hafa í huga að í vikunni sagði Pútín að verið væri að fremja þjóðarmorð í austurhluta Úkraínu.

Uppfært klukkan 06.50

Úkraínumenn neita að hafa skotið á uppreisnarmenn í austurhluta landsins að sögn Reuters.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“